2.2 Gölluð eigendaskipti
Útg.nr: 5 Útg.dags: 14.05.2009
Móttaka: Séu skilyrði eigendaskipta ekki uppfyllt skal hafna móttöku eigendaskiptatilkynningar en leiðbeina viðskiptavini um úrbætur. Ef gölluð eigendaskiptatilkynning berst frá umboðsaðila eða á myndsendi skal skrá upplýsingar um gölluð eigendaskipti í ökutækjaskrá.
Ástæða: Við skráningu á gölluðum eigendaskiptum skal skrá ástæðu þess að ekki er unnt að skrá eigendaskiptin.
Tilkynning um gölluð eigendaskipti: Senda skal seljanda og kaupanda bréf um skráningu gallaðra eigendaskipta. Í bréfinu kemur fram sú ástæða sem tilgreind var við skráningu á gölluðum eigendaskiptum.
Valinn texti við skráningu á gölluðum eigendaskiptum:
- Seljandi ökutækis er ekki skráður eigandi.
- Undirskrift meðeiganda eða vottað umboð vantar.
- Undirskrift seljanda eða vottað umboð vantar.
- Undirskrift kaupanda eða vottað umboð vantar.
- Kennitala kaupanda er röng eða hana vantar.
- Skráður eigandi hefur ekki lagt inn tilkynningu um eigendaskipti.
- Skipunarbréf skiptastjóra vantar (endurrit úrskurðar héraðsdóms).
- Vitundarvott vantar á tilkynningu.
- Óheimilt er að selja einkamerki með ökutæki. Skipta þarf um skráningarmerki.
- Leggja þarf inn nýja tilkynningu um eigendaskipti. Fyrri tilkynning er ógild.
- Staðfestingu sýslumanns þarf á kaupum/sölu ungmennis undir 18 ára aldri.
- Lýsingu ökutækis á tilkynningu ber ekki saman við fastanúmer.
- Fastanúmer ökutækis er rangt eða vantar á tilkynningu.
- Kennitala vitundarvotts er röng eða hana vantar.
- Undirritun framkvæmdastjóra eða prókúruhafa fyrir hönd fyrirtækis vantar.
- Vitundarvotta á umboð vantar eða eru undir 18 ára aldri (skulu vera tveir) .
- Kennitala vitundarvotts á umboði er röng eða hana vantar.
- Samgöngustofu hefur þegar borist tilkynning um sölu á þessu ökutæki.
- Kaupandi hefur óskað eftir því að hann verði ekki skráður eigandi að ökutæki.
- Á ökutækinu hvíla bifreiðagjöld að fjárhæð kr.
- Ekki hefur verið greitt fyrir skráningu eigendaskipta, kr. 2.530.
- Lesa þarf af ökumæli og greiða þungaskatt samkvæmt álestri. Álestur verður að hafa átt sér stað á síðustu 7 dögum fyrir tilkynningu eigendaskipta.
- Á ökutækinu hvílir þungaskattur að fjárhæð kr.
- Framselja þarf fornmerki á kaupanda.
- Ökutækið er óskráð. Sækja verður um skráningu.
- Staðfestingu tryggingafélags á tryggingu vantar.
- Ökutækið er á forskrá. Sækja verður um breytingu á umráðamanni.
- Ökutækið er með breytingalás og ekki unnt að skrá eigendaskiptin.
- Tilgreiningu á tryggingafélagi kaupanda vantar.
- Framvísa þarf búsetuleyfi, einkaskiptaleyfi eða skiptayfirlýsingu (skal vera staðfest af sýslumanni).
- Frjáls texti:
- Ökutæki er skráð til neyðaraksturs. Ef ökutækið á að vera skráð til neyðaraksturs þarf að framvísa heimild kaupanda til að eiga ökutæki til neyðaraksturs. Að öðrum kosti þarf að fjarlægja neyðarakstursbúnað og færa ökutæki til breytingaskoðunar á skoðunarstofu.
- Á ökutækinu hvílir gjaldþrotalás.
- Einkamerkjalás er á ökutækinu. Endurnýja þarf réttinn til viðkomandi einkamerkis eða afsala sér honum með því að skila merkjunum til Umferðarstofu.
- Frumrit af eigendaskiptum hefur ekki borist.
- Frumrit af umráðamannatilkynningu hefur ekki borist.
- Frumrit af meðeigendatilkynningu hefur ekki borist.
- Ekki hefur verið greitt fyrir skráningu á nýjum umráðamanni eða niðurfellingu á umráðamanni.
- Ekki hefur verið greitt fyrir niðurfellingu á meðeiganda.
- Kennitölu umráðamanns vantar.
- Vanrækslugjald áhvílandi.
- Strikað er yfir nafn eða kennitölu.
- Ekki er leyfilegt að votta eigin undirskrift.