2.6.10 Skráningarlás á kennitölu

Útg.nr: 02           Útg.dags: 03.07.2003

Kennitölulás: Ef aðili óskar eftir breytingalás á kennitölu sína er settur "Kennitölulás" á viðkomandi kennitölu. Kennitölulás hefur þau áhrif að ekki er unnt að skrá ökutæki á viðkomandi kennitölu (eigendaskipti/nýskráning/endurskráning).

Umsókn: Heimilt er að setja breytingalás á kennitölu á grundvelli munnlegrar beiðni í einn sólarhring en að þeim tíma liðnum skal hafa borist skrifleg beiðni ( US.172).

Skráningarbeiðni berst: Ef tilkynning berst um skráningu ökutækis (eigendaskipti, nýskráningu eða endurskráningu) yfir á kennitölu sem er með kennitölulás [skal vísa málinu til umsjónaraðila breytingalása. Eigendaskiptatilkynning skal skráð sem gölluð eigendaskipti en ekki skal senda tilkynningu um gölluð eigendaskipti. ] Senda skal eiganda kennitölunnar ábyrgðarbréf þar sem tilkynnt er um skráningarbeiðni og veittur vikufrestur til að útvega beiðni lögreglu eða lögmanns um áframhaldandi breytingalás á kennitöluna. Ef slík beiðni berst ekki innan viku skal skrá ökutækið yfir á kennitöluna á grundvelli fyrirliggjandi skráningarbeiðni.

Kennitölulás aflétt: Ef eigandi kennitölu óskar eftir því að kennitölulás verði aflétt skal hann senda skriflega beiðni þess efnis og skal vera einn vottur að undirritun.

Lögregla: Ef beiðni lögreglu um áframhaldandi kennitölulás berst innan viku skal ekki skrá ökutæki á viðkomandi kennitölu. Kennitölulás að beiðni lögreglu skal vera skráður þar til lögregla óskar þess að honum verði aflétt.

Lögmaður: Ef beiðni lögmanns um breytingalás á kennitölu berst innan viku skal ekki skrá ökutæki á viðkomandi kennitölu. Lögmanninum skal veittur tiltekinn frestur til að leysa málið og skal lögmanninum og eiganda kennitölunnar tilkynnt sérstaklega um þann frest. Fresturinn skal vera að hámarki tvær vikur. Ef aðgerðir lögmanns leiða til þess að ekki er unnt að skrá ökutæki á viðkomandi kennitölu skal senda skráningarbeiðanda bréf þess efnis.


Var efnið hjálplegt? Nei