3.1 Pöntun skráningarmerkja

Útg.nr: 3           Útg.dags: 20.10.2006

Pöntun skráningarmerkja: Við pöntun skráningarmerkja skal fylla út eyðublað ( US.167) eða merkja við pöntun skráningarmerkja á umsókn um forskráningu ökutækis. Umboð framvísa listum yfir pöntuð skráningarmerki. Heimilt er að senda pöntun á myndsendi eða með tölvupósti. [ ] 3

Pöntun hjá skoðunarstofu: Skoðunarstofur geta sjálfar skráð pöntun skráningarmerkja í ökutækjaskrá. Einnig geta þær sent skilaboð til Samgöngustofu á myndsendi eða með tölvupósti og starfsfólk Samgöngustofu skráir þá pöntun í ökutækjaskrá.

Tilkynnandi: Við skráningu á pöntun skal skrá upplýsingar um móttökuaðila pöntunar (Samgöngustofa, skoðunarstofa, umboð).

Afhendingarstaður skráningarmerkja: Ef skoðunarstaður skráningarviðurkennds ökutækis er tilgreindur í umsókn skal skrá viðkomandi skoðunarstöð sem afgreiðslustað skráningarmerkja. Þegar umboð pantar skráningarmerki fyrir ný gerðarviðurkennd ökutæki á forskrá skal afgreiðslustaður skráður viðkomandi umboð (í öðrum tilvikum má ekki skrá umboð sem afhendingarstað).

Afgreiðslufrestur: [Skráningarmerki eru framleidd á Litla Hrauni.] 2 Afgreiðslufrestur merkjanna er þrír dagar og eru þau komin til Samgöngustofu tveimur dögum eftir pöntun [(eftir hádegi.] 2

[ Flýtiafgreiðsla: Unnt er að sækja um flýtiafgreiðslu skráningarmerkja gegn greiðslu á sérstöku flýtigjaldi samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu. Við flýtiafgreiðslu við eru merkin komin til Samgöngustofu sama dag ef pantað er fyrir kl. 9 að morgni en annars næsta dag. Við flýtiafgreiðslu við forskráningu ökutækja er fastanúmeri ökutækis úthlutað af forskráningarlager (sjá neðar) og eru þau þá tilbúin til afhendingar strax að lokinni forskráningu ökutækis.] 2

[ Gjald:] 2 Greiða skal [gjald fyrir] 2 skráningarmerki við pöntun. Umboð og skoðunarstofur eru skuldfærð fyrir skráningarmerkjum við pöntun. Á kvittun skal skrá kennitölu greiðanda og fastanúmer ökutækis. Ef fastanúmeri hefur ekki verið úthlutað skal skrá síðustu stafi í verksmiðjunúmeri ökutækisins. Ef greitt er fyrir skráningarmerki eða þau skuldfærð skal greiðslustimpla skráningarumsókn. Undanþága frá meginreglunni um staðgreiðslu skráningarmerkja við pöntun gildir fyrir VLM-merki, en þau eru greidd við afhendingu.

Pöntun við forskráningu: Ekki er skylt að panta skráningarmerki við umsókn um forskráningu en ef merki eru pöntuð skal innheimta greiðslu fyrir þau við móttöku umsóknar. Forskráningaraðilar sjá um að panta skráningarmerki við forskráningu. Ekki skal panta skráningarmerki við forskráningu nema greitt hafi verið fyrir merkin eða tryggt er að merkin verði skuldfærð að forskráningu lokinni og skal þá forskráningaraðili tryggja að merkin verði skuldfærð. Ath. þó undanþágu varðandi VLM-merki.

Pöntunarlisti: Þegar pantanir eru skráðar safnast þær fyrir á hóplista í ökutækjaskrá. Pantanir dagsins eru sendar á Litla Hraun í lok dags og fyrir kl. 09:00 næsta morgun eru sendar þær pantanir sem hafa bæst við frá síðustu sendingu. Áður en listi er sendur skal ganga úr skugga um að allar pantanir hafi verð skráðar.

Sending pöntunarlista: Pöntunarlisti er tekinn út úr ökutækjaskrá og færður yfir í Word skjal. Þar er hann lagfærður og vistaður á sameiginlega drifinu undir Listar fyrir Litla Hraun. Listinn er síðan sendur Litla Hrauni.

[ Forskráningarlager: Á forskráningarlager eru skráningarmerki með fastanúmerum sem hefur ekki verið úthlutað á ökutæki. Fastanúmerum af forskráningarlager er úthlutað á ökutæki við flýtiafgreiðslu (sjá ofar).] 2

2) 02.03.2005
3) 20.10.2006


Var efnið hjálplegt? Nei