3.10.12 Aukamerki
Útg.nr: 03 Útg.dags: 08.06.2009
Bifreið með tengibúnað: Eigandi bifreiðar sem er með samþykktan tengibúnað fyrir eftirvagn eða tengitæki getur fengið skráningarmerki á óskráð ökutæki sem bifreiðin dregur. Á slíku ökutæki skal vera eitt skráningarmerki að aftan.
[Gerð skráningarmerkis: Aukamerki skal vera eins og skráningarmerki bifreiðar fyrir utan það að ekki eru litaðar upplyftar brúnir og ekki er upplyftur flötur fyrir skoðunarmiða. Aukamerki skal vera af gerð A, B eða D. Aukamerki skal bera sömu stafi og skráningarmerki bifreiðar. Litur á stöfum skal vera sá sami og á skráningarmerki bifreiðar (blár, rauður eða grænn).]1 [Aukamerki má vera einkamerki.]2
2. 08.06.2009