3.10.13 Olíumerki

Útg.nr: 01           Útg.dags: 12.05.2006

Bifreið til sérstakra nota: Heimilt er að skrá til sérstakra nota bifreið sem ætluð er til sérstakra nota og brennir að meginhluta dísilolíu í kyrrstöðu. Fjallað er um skráningu á bifreiðum til sérstakra nota í kafla 1.9.3.

Olíumerki: Bifreið sem er skráð til sérstakra nota skal bera sérstök skráningarmerki þar sem grunnur er dökkgulur en brúnir, bandstrik, stafir og tígullaga flötur svört.


Var efnið hjálplegt? Nei