3.10.5 Vsk-merki
Útg.nr: 02 Útg.dags: 04.03.2016
Vsk-bifreið: Vsk-bifreið má vera sendibifreið og vörubifreið I sem uppfyllir vsk-kröfur.
Vsk-merki: Sendibifreið og vörubifreið I sem uppylla vsk-kröfur má bera vsk-merki. Vsk-bifreið má ekki bera einkamerki.
Vsk-kröfur: Áður en heimilt er að afhenda vsk-merki á gerðarviðurkennda bifreið (nýtt gvk) verður að ganga úr skugga um að hún uppfylli vsk-kröfur. Við gerðarskráningu sendibifreiða og vörubifreiða I er skráð í gerðarlýsingu hvort gerðin uppfylli vsk-kröfur og koma þessar upplýsingar fram í upplýsingamynd ökutækjaskrár og við nýskáningu. Einnig er unnt að færa ökutæki í breytingaskoðun á skoðunarstofu þar sem gengið er úr skugga um að vsk-kröfur séu uppfylltar.
Afhending vsk-merkja: Aðeins má afhenda vsk-merki á sendibifreiðar og vörubifreiðar I sem uppfylla vsk-kröfur. Ef það kemur fram í ökutækjaskrá að bifreið uppfylli vsk-kröfur er heimilt að afhenda vsk-merki í afgreiðslu Samgöngustofu. Að öðrum kosti skal færa bifreið til skoðunar á skoðunarstofu þar sem gengið er úr skugga um að hún uppfylli vsk-kröfur og sendir skoðunarstofa Samgöngustofu staðfestingu á því að vsk-kröfur séu uppfylltar áður en vsk-merki eru afhent.
Afhending almennra merkja: Heimilt er að afhenda almenn merki á ökutæki sem skráð er á vsk-merki án sérstakrar skoðunar sé vsk-merkjum skilað inn.
Notkunarflokkur: Þegar vsk-merki eru skráð afhent á bifreið breytist notkunarflokkur hennar sjálfkrafa í "VSK-bifreið". Þegar vsk-merkjum er skilað inn og almenn skráningarmerki afhent að nýju breytist notkunarflokkurinn í "Almenn notkun".
Breytingaskoðun: Ef bifreið er ekki skráð sendibifreið eða vörubifreið I verður hún að fara í breytingaskoðun þar sem notkunarflokki er breytt. Að lokinni skráningu á breytingunni er heimilt að afhenda vsk-merki á bifreiðina liggi fyrir að bifreiðin uppfylli vsk-kröfur.
Gjald fyrir skráningu merkja: Ef vsk-merki eru afhent á ökutæki skal greiða gjald fyrir breytingaskráningu. Gjaldið er hins vegar innifalið í skráningargjaldi við nýskráningu eða endurskráningu. Þegar almenn merki eru afhent í staðinn fyrir vsk-merki skal einnig innheimta gjald fyrir breytingaskráningu.
[...] 1)
Förgun skráningarmerkja: Þegar vsk-merki eru afhent á bifreið skal almennum merkjum fargað. Þegar almenn merki eru afhent á bifreið að nýju er vsk-merkjum fargað.
1) 04.03.2016