3.10.8 Utanvegamerki

Útg.nr: 03           Útg.dags: 09.06.2015

Utanvegamerki: Námubifreið, beltabifreið og sérbyggð rallbifreið skulu bera utanvegamerki. Rallbifreið skal þó aðeins bera utanvegamerki ef hún hefur verið undanþegin vörugjaldi en annars skal hún bera almenn skráningarmerki.

Námubifreið: Námubifreið er bifreið sem er hönnuð stærri en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækja segja til um og er einkum ætluð til efnisflutninga utan vega eða innan afmarkaðra vinnusvæða. Námubifreið má ekki bera einkamerki. Sótt er um skráningu á námubifreið á eyðublaði ( US.115 ).

Beltabifreið: Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og/eða til að draga annað ökutæki. Það er búið beltum og eftir atvikum stýrimeiðum/stýrihjólum og er 400 kg eða meira að eigin þyngd.

Sérbyggð rallbifreið: Ökutæki sem ætlað er til rallkeppni og getur verið sérbyggt og hannað sterkbyggðara en sambærilegt ökutæki. Það hefur aukabúnað sem almennt er ekki notaður í eða á bifreiðir í almennri notkun.

Flugvallarrúta eða flugvallarökutæki: Hópbifreið sem hönnuð er stærri en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækis segir til um og ætluð er til fólksflutninga milli flugvélar og flugstöðvar innan afmarkaðs flugvallarsvæðis. Einnig flugvallarökutæki sem notuð eru innan afmarkaðs flugvallarsvæðis.


Var efnið hjálplegt? Nei