3.2 Móttaka skráningarmerkja

Útg.nr: 1           Útg.dags: 13.02.2003

Samanburður: Að lokinni framleiðslu skráningarmerkja eru þau send til afgreiðslu Samgöngustofu. Hverri sendingu fylgir hóplisti sem bera skal saman við innihald sendingarinnar.

Gallar í sendingu: Ef sending er gölluð verður starfsfólk strax að bregðast við. Ef skráningarmerki vantar er haft samband við Litla-Hraun. Ef mikið liggur á merkjum skal panta flýtuplötur á kostnað þess er á sök á mistökum. Ef of mörg skráningarmerki berast eru umframmerkjum hent. Ef skráningarmerki eru gölluð eða röng eru þau endursend og ný merki pöntuð á kostnað þess sem gerði mistökin. Starfsmenn afgreiðslu skulu afhenda starfsmanni í bókhaldsdeild lista yfir frávik í sendingu. Tilgreina skal hver á sök á mistökum enda ber Samgöngustofa aðeins ábyrgð á mistökum sem starfsfólk hennar gerir.

Skráning á móttöku: Að lokinni skoðun sendingar eru skráningarmerki skráð móttekin í ökutækjaskrá.

Pökkunarlisti: Að lokinni skráningu á móttöku er gerður pökkunarlisti og skráist þá rétt staðsetning skráningarmerkja í plötugeymslu ökutækjaskrá.

Að lokinni skráningu á móttöku er skráningarmerkjum raðað í geymslur. Skráningarmerki umboðs og eru sett í hillu viðkomandi umboðs og skráningarmerki skoðunarstofa eru sett í hillu viðkomandi skoðunarfyrirtækis.

Raðað í hillur:

Var efnið hjálplegt? Nei