3.4 Afhending skráningarmerkja

Útg.nr: 4          Útg.dags: 04.03.2016

Staðsetning skilyrði afhendingar: Það er skilyrði þess að heimilt sé að afhenda skráningarmerki að merkin séu skráð staðsett hjá viðkomandi afhendingarstað. Þó er heimilt að afhenda merki á skoðunarstofu tiltekins skoðunarfyrirtækis ef þau hafa verið móttekin á einhverri af skoðunarstofum þess skoðunarfyrirtækis.

Afhending hjá Samgöngustofu: Þegar merki eru afhent í afgreiðslu Umferðarstofu eru þau skráð afhent í ökutækjaskrá.

Nýskráning umboðs: Umboð lætur Samgöngustofu vita um þau merki sem afhent eru á ökutæki og merkin eru skráð afhent á ökutæki í ökutækjaskrá.

Afhending hjá skoðunarstofum: Að lokinni afhendingu skráningarmerkja á skoðunarstofu sendir skoðunarstofan tilkynningu um afhendinguna til Samgöngustofu með tölvupósti á netfangið skraning@samgongustofa.is eða á myndsendi. Afhendingin er skráð af starfsmanni Samgöngustofu. Ef ökutæki hefur verið breytt í sendibifreið og vsk-merki afhent skal tilkynna um breytinguna um leið og tilkynnt er um afhendingu á vsk-merkjum.

Afhending á pósthúsi: Ef afhenda þarf skráningarmerki á stað þar sem hvorki Samgöngustofu né umboðsaðilar hennar veita þjónustu eru skráningarmerki send viðkomandi aðila í pósti. Áður en merkin eru send skal vera búið að uppfylla öll skilyrði fyrir afhendingu skráningarmerkja. Merkin eru send í póstkröfu þar sem gert er ráð fyrir sendingarkostnaði og opinberum gjöldum (ef við á).

Einkamerki eða vsk-merki: Þegar einkamerki eða vsk-merki eru afhent á áður skráð ökutæki skal innheimt gjald fyrir breytingaskráningu [...] 4). Ekki skal innheimta gjaldið ef merkin eru afhent á ökutæki við nýskráningu eða endurskráningu þar sem gjaldið fyrir skráningu merkjanna er þá innifalið. Þegar almenn merki eru afhent að nýju í staðinn fyrir einkamerki eða vsk-merki skal einnig innheimta breytingaskráningargjald [...] 4) .

Skoðunarmiðar: Um leið og skráningarmerki er afhent á ökutæki skal límdur á það skoðunarmiði í samræmi við skoðunarreglur. Þess skal gætt að miðinn sé límdur á réttan stað á merkinu. Þegar tveir upphleyptir fletir eru á skráningarmerki skal líma miðann á þann flöt sem er fyrir aftan [fyrstu tvo bókstafina ] 3 í fastanúmeri þ.e. hægri flötur á A og D plötum en neðri flötur á B plötum.

Skoðunarreglur: Þau ökutæki sem skulu bera skoðunarmiða næsta árs eftir skráningu eru sendibifreiðir, vörubifreiðir, hópbifreiðir, leigubifreiðir, bílaleigubifreiðir, kennslubifreiðir, ökutæki til neyðaraksturs, eftirvagnar með heildarþyngd yfir 3.500 kg og létt bifhjól. Aðrar bifreiðir, bifhjól og skráða eftirvagna skal færa til skoðunar á þriðja ári eftir skráningu og á fimmta ári eftir skráningu en árlega eftir það.

Skoðunarmánuður: Bifreiðir og eftirvagna skal færa til almennrar skoðunar í þeim mánuði sem síðasti tölustafur á skráningarmerki ökutækisins vísar til. Hafi ökutæki einkamerki með tölustaf sem síðasta staf á skráningarmerki ræðst skoðunarmánuður af honum en bókstafir sem síðasti stafur á skráningarmerki jafngilda 5 sem síðasta tölustaf á skráningarmerki. Bifhjól skal færa til skoðunar fyrir 1. júlí, óháð síðasta tölustaf á skráningarmerki.

Önnur merki á skráningarmerki: [Með öllu er óheimilt að líma önnur merki en skoðunarmiða og þjóðarmerki á skráningarmerki.] 2

Afhending á aukamerki: Aukamerki er ekki afhent með afhendingarverklið skráningarmerkja. Þess í stað er farið í leiðréttingu í plötugeymslu, platan skráð úr geymslu og plötustaða skráð "Á kerru".

2) 17.08.2004
3) 03.09.2007
4) 04.03.2016


Var efnið hjálplegt? Nei