3.5 Innlögn skráningarmerkja

Útg.nr: 3           Útg.dags: 20.04.2005

Eldri skráningarmerki: Ef gömul skráningarmerki eru lögð inn til geymslu skal geyma þau með sama hætti og ný merki.

Innlögn á einni plötu: Ekki má leggja inn eitt skráningarmerki. Hafi merki glatast skal panta og greiða fyrir nýtt skráningarmerki. Þegar merkið kemur úr framleiðslu er unnt að leggja bæði merkin inn (ekki má taka við einu merki meðan hitt er í framleiðslu). Ef lagt er inn eitt gamalt skráningarmerki er því hent og skal þá panta tvö ný skráningarmerki. Þegar nýju merkin koma úr framleiðslu eru þau skráð í innlögn. [Ef merkjum er skilað inn af lögreglu eða tryggingafélagi er heimilt að skrá úr umferð þrátt fyrir að aðeins einni plötu hafi verið skilað. ]

Förgun merkja: Skráningarmerki eru aðeins geymd í eitt ár en að þeim tíma liðnum er heimilt að farga þeim. Á kvittun sem afhent er við móttöku merkja kemur fram athugasemd um að merkjunum verði fargað eftir ár í geymslu.

Skráning úr umferð: Að öðru leyti vísast til reglna um skráningu úr umferð ( 1.7.1).


Var efnið hjálplegt? Nei