3.7 Stærð og gerð skráningarmerkja
Útg.nr: 7 Útg.dags: 19.09.2007
Gerð skráningarmerkja:
Skráningarmerki ökutækja eru úr 1,0-1,5 mm þykku áli. Grunnflötur skráningarmerkja er með endurskini. Stafir, bandstrik (þar sem við á), rönd á brúnum og flötur fyrir skoðunarmiða, er upphleypt. [Reynslumerki geta verið á segulmottum án upplyftra flata.] 8
Stærð skráningarmerkja og stafa:
A. Stærð 520 x 110 mm, hæð stafa 70 mm og breidd stafleggja 11 mm.B. Stærð 280 x 200 mm, hæð stafa 70 mm og breidd stafleggja 11 mm.
C. Stærð 240 x 130 mm, hæð stafa 49 mm og breidd stafleggja 7 mm.
D. Stærð 305 x 155 mm, hæð stafa 61 mm og breidd stafleggja 9 mm.
Uppsetning áletrunar
Skráningarmerki af gerð A eru með áletrun í einni röð. Önnur skráningarmerki hafa áletrun í tveimur [línum] 6, bókstafir auk bandstriks í þeirri efri og tölustafir[, eða einn bókstafur og tölustafir,] 6 í þeirri neðri. Flötur fyrir þjóðarmerki eða tígullaga fleti, eftir því sem við á, er framan við [fyrstu tvo bókstafina] 6 en flötur fyrir skoðunarmiða aftan við þá, nema á skráningarmerkjum af gerð B þar sem skoðunarmiði er framan við [neðri línu.] 6
Skoðunarmiði
Skoðunarmiði er límdur á upphleyptan flöt á skráningarmerkjum eða í framrúðu. Skoðunarmiði skal vera úr efni sem ekki er hægt að fjarlægja af óskemmt. Stærð miðanna skal vera 38 x 68 mm. Litaður grunnur skal vera í nokkrum litaafbrigðum sem hver er notaður á nokkurra ára fresti. Á efri hluta miðans eru seinni tveir tölustafir þess ártals er miðinn gildir og á neðri hluta miðans er ártalið í heild sinni. Hæð tölustafa á efri hlutanum skal vera 27 mm á miðjum fletinum sem er 49 mm á hæð en hæð tölustafa á neðri hlutanum, sem er 18 mm á hæð skal vera 8 mm.
Þjóðarmerki
Áprentað merki eða límmiði er framan við bókstafi á almennu skráningarmerki af gerð A, B og D. Þjóðarmerkið er með hvítan grunn, 50 x 95 mm, með íslenska fánann, 30 x 42 mm, á efri hluta merkisins og stafirnir IS, svartir að lit, 27 mm á hæð á neðri hluta.Vatnsmerki
Á öllum skráningarmerkjum nema tollamerkjum er "IS" vatnsmerki með hring umhverfis stafi í öllum hornum skráningarmerkis.
Upphleyptir fletir:
Stafir, bandstrik þar sem það á við, rönd á brúnum og flötur fyrir skoðunarmiða þeirra ökutækja sem færa skal til almennrar skoðunar skulu vera upphleypt.Tegundir skráningarmerkja:
Almenn merki:
Almenn merki hafa hvítan flöt með endurskini með bláa rönd á brúnum og bláa stafi. Upphleyptur flötur er fyrir skoðunarmiða. Þjóðarmerki er vinstra megin við bókstafi á öllum gerðum nema C. Almenn merki geta verið í öllum stærðarflokkum.
Vsk-merki:
Vsk-merki hafa hvítan flöt með endurskini með rauða rönd á brúnum og rauða stafi. Upphleyptur flötur er fyrir skoðunarmiða og rauður, upphleyptur tígullaga flötur er vinstra megin við bókstafi. Vsk-merki geta eingöngu verið á bifreiðum og mega því aðeins vera af stærð A, B eða D.
Einkamerki:
Einkamerki hafa hvítan flöt með endurskini með bláa rönd á brúnum og bláa stafi. Upphleyptur flötur er fyrir skoðunarmiða. Einkamerki bera ekki þjóðarmerki. Einkamerki geta verið í öllum stærðarflokkum.
Utanvegamerki:
Utanvegamerki hafa hvítan flöt með endurskini með græna rönd á brúnum og græna stafi. Upphleyptur flötur er fyrir skoðunarmiða og grænn, upphleyptur tígullaga flötur er vinstra megin við bókstafi. Utanvegamerki geta verið í stærðarflokkum A, B og D.
Sendiráðsmerki:
Sendiráðsmerki hafa grænan endurskinsflöt með hvíta rönd á brúnum og hvíta stafi. Bókstafirnir skulu vera CD og í stað þriggja tölustafa í almennri skráningu skal vera einn bókstafur og tveir tölustafir samkvæmt reglum Samgöngustofu ( 3.10.2). Upphleyptur flötur er fyrir skoðunarmiða. Sendiráðsmerki geta verið í öllum stærðarflokkum.
Varnarliðsmerki:
Varnarliðsmerki hafa hvítan flöt með endurskini með bláa rönd á brúnum og bláa stafi. Upphleyptur flötur er fyrir skoðunarmiða og upphleyptur tígullaga flötur er vinstra megin við bókstafi þar sem komið skal fyrir skjaldarmerki Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Varnarliðsmerki geta verið í öllum stærðarflokkum.
Reynslumerki:
Reynslumerki hafa rauðan flöt með endurskini með svarta rönd á brúnum og svarta stafi. Reynslumerki skulu bera stafina RN og fyrir aftan þá þrjá tölustafi. Upphleyptur flötur er fyrir gildismiða sem sýnir leyfilegan notkunartíma reynslumerkis. Reynslumerki geta verið í öllum stærðarflokkum. [Reynslumerki geta verið á segulmottum og eru þá án upplyftra flata.] 9
Dráttarvélamerki:
Dráttarvélamerki hafa hvítan flöt með endurskini með bláa rönd á brúnum og bláa stafi. Dráttarvélarmerki geta eingöngu verið af stærð A eða C.
Torfærumerki:
Torfærumerki hafa rauðan flöt með endurskini með hvíta rönd á brúnum og hvíta stafi. Torfærumerki geta eingöngu verið af stærð C.
Léttbifhjólamerki:
Léttbifhjólamerki hafa bláan flöt með endurskini með hvíta rönd á brúnum og hvíta stafi. Upphleyptur flötur er fyrir skoðunarmiða. Léttbifhjólamerki geta eingöngu verið af stærð C.
Aukamerki:
Aukamerki hafa sama lit á grunni og stöfum og er á skráningarmerki þeirrar bifreiðar sem dregur tengitækið en án litaðra, upplyftra brúna og án upphleypts flatar fyrir skoðunarmiða. Aukamerki geta verið af stærð A, B eða D.
Tollamerki:
Tollamerki eru 400 x 120 mm að stærð fyrir bifreiðar og 240 x 130 mm að stærð fyrir bifhjól. Merkin skulu vera með fjórum hvítum tölustöfum (0001- 9999), 90 mm á hæð, á svörtum grunni. Á hvorri hlið skráningarmerkis skal vera 45 mm lóðrétt rauð rönd. Vinstra megin skal skrá með hvítum tölustöfum röð þess mánaðar og hægra megin tvo síðustu tölustafi þess árs þegar gildistíma skráningar lýkur.[ Olíumerki:
Olíumerki hafa dökkgulan flöt með endurskini, svarta rönd á brúnum og svarta stafi. Upphleyptur flötur er fyrir skoðunarmiða og svartur upphleyptur tígullaga flötur er vinstra megin við bókstaf.] 5[Undanþágumerki:
Undanþágumerkja hafa hvítan flöt með endurskini en brúnir, stafir og bandstrik eru græn að lit. ] 7)Fyrir frekari upplýsingar og myndir af leyfilegum skráningarmerkjum sjá upplýsingaskjal US.336
5) 09.06.2005
6) 03.09.2007
7) 19.09.2007
8) 20.08.2008
9) 20.08.2008