3.8 Geymsla skráningarmerkja

Útg.nr: 2           Útg.dags: 20.08.2009

Skráningarmerkjum er raðað í hillur eftir neðangreindum flokkum:

Bifreiðaumboð og skoðunarstöðvar: Hvert umboð og skoðunarstöð hefur sérstakt hólf. Í hillum umboða eru aðeins geymd skráningarmerki gerðarviðurkenndra ökutækja.

Ný vsk-merki: Nýjum vsk-merkjum sem koma úr framleiðslu er raðað í fastanúmeraröð.

Ný einkamerki: Nýjum einkamerkjum sem koma úr framleiðslu er raðað í stafrófsröð.

Einkamerki í geymslu: Einkamerki í geymslu þegar almenn skráningarmerki eða vsk-merki eru sett á ökutæki. Raðað í stafrófsröð. Skráð í plötugeymslu en ekki í innlögn.

Plötugeymsla vegna einkamerkja: Almenn merki í geymslu þegar einkamerki er afhent á ökutæki. Raðað í fastanúmeraröð. Skráð í plötugeymslu en ekki í innlögn.

Ný almenn skráningarmerki: Ný skráningarmerki sem koma úr framleiðslu, nema vsk-merki, einkamerki og skráningarmerki gerðarviðurkenndra v/umboða.

Reynslumerki: Reynslumerki sem ekki eru í útleigu.

[...]1  
 

Innlögð skráningarmerki þungra bifhjóla: Skráningarmerkjum þungra bifhjóla (C-plötum) er raðað saman í fastanúmeraröð.
 
Innlögð skráningarmerki léttra bifhjóla ofl.: Skráningarmerkjum léttra bifhjóla og vélsleða er raðað í fastanúmeraröð. Eldri gerð af skráningarmerkjum þungra bifhjóla er raðað í stafrófsröð.

Innlögð skráningarmerki bifreiða: Hér eru öll innlögð skráningarmerki geymd (fyrir utan merki bifhjóla og vélsleða og gömul skráningarmerki). Merkjunum er raðað í fastanúmeraröð/stafrófsröð innan hvers mánaðar.

Innlögð gömul R-G-Y merki: Skráningarmerkjum af eldri gerð með umdæmisstöfunum R, G og Y er raðað í sérstaklega eftir umdæmisstaf í númeraröð innan hvers mánaðar.

1) 20.08.2009

Innlögð eldri skráningarmerki: Skráningarmerkjum af eldri gerð (öðrum en R-G-Y) er raðað eftir umdæmisstaf í númeraröð.


Var efnið hjálplegt? Nei