3.9 Förgun skráningarmerkja

Útg.nr: 2           Útg.dags: 26.04.2006

Förgun við móttöku: Eftirtöldum skráningarmerkjum skal farga við móttöku:
1. Skráningarmerkjum sem skilað er inn við afskráningu ökutækja.
2. Almennum merkjum sem skilað er inn þegar ökutæki fer á vsk-merki.
3. Vsk-merkjum sem skilað er inn þegar ökutæki fer á almenn merki.
4. Merkjum af eldri gerð sem skilað er inn þegar ökutæki fer á nýja gerð merkja.
5. Eldra skráningarmerki þegar aðeins ein plata er sett í innlögn.
6. Almennum merkjum þegar ökutæki fer á fornmerki.
7. Skráningarmerkjum sem hafa verið ranglega pöntuð.

Förgun mánaðarlega: Mánaðarlega skal farga eftirtöldum skráningarmerkjum:
1. Skráningarmerkjum sem hafa verið í innlögn í meira en eitt ár.
2. Innlögð skráningarmerki ökutækja sem hafa verið afskráð.
[3. Einkamerkjum sem liggja inni og rétturinn er útrunninn.]2)

Förgun árlega: Árlega skal yfirfara plötugeymslu og farga nýjum merkjum sem aldrei hafa farið á ökutæki og hafa verið í geymslu í meira en 2 ár.

Skráning á förgun: Þegar skráningarmerkjum er fargað skal skrá í ökutækjaskrá að þau hafi verið eyðilögð.

Tilkynning um förgun: Ekki er send út sérstök tilkynning um förgun skráningarmerkja samkvæmt ofansögðu. Við innlögn skráningarmerkja kemur fram í kvittun sem er afhent um að skráningarmerkjum verði fargað að liðnu ári frá innlögn.

[ ]2)

Örugg förgun: Skráningarmerkjum ber að eyða með öruggum hætti.

2) 26.04.2006


Var efnið hjálplegt? Nei