4.1 Nýskráning í biðskrá

Útg.nr: 2         Útg.dags: 04.03.2016

Samningur um biðskrá: Skoðunarstofur og umboð með viðurkenndan fulltrúa geta gert samning við Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja í gegnum biðskrá ökutækjaskrár.

Ábyrgð: Skráning í biðskrá er framkvæmd á ábyrgð þess aðila er skráir ökutæki í gegnum biðskrá.

Öll skilyrði nýskráningar uppfyllt: Þegar öll skilyrði nýskráningar hafa verið uppfyllt er heimilt að skrá ökutæki í biðskrá ökutækjaskrár.

Leyfi sýslumanns vegna aldurs: Ef samþykki sýslumanns liggur fyrir vegna aldurs eiganda skal skrá í athugasemd aðvörunar að samþykki sýslumanns liggi fyrir og einnig skal setja athugasemd í tölvupóst til Samgöngustofu að lokinni skráningu í biðskrá.

Skráning í biðskrá: Áður en gjöld eru greidd í bankalínu skal nýskrá ökutæki í biðskrá ökutækjaskrár. Farið er í verkliðinn Ökutæki/Skráning/Nýskrá, slegið inn fastanúmer ökutækis og smellt á Áfram. Þá kemur upp myndin Nýskráning - Stofna.

Eigandi: Í svæðið Kennitala er skráð kennitala eiganda og kemur þá fram nafn eiganda (sótt í þjóðskrá). Til að skrá meðeiganda og umráðamann er farið í sérstaka flipa (efst hægra megin á myndinni) og þar eru slegnar inn kennitölur aðila. Ef eigandi eða meðeigandi eru yngri en 18 ára skal liggja fyrir samþykki sýslumanns (við skráningu í biðskrá kemur upp aðvörun í ökutækjaskrá og skal þá skrá í athugasemdir að samþykki sýslumanns liggi fyrir).

Tryggingafélag: Í svæðið Tryggingafélag er skráð tryggingafélag hins nýja eiganda með því að slá inn númer félagsins eða velja nafn félagsins úr flettiglugga.

Skráningardagur: Skráningardagsetningar birtast sjálfkrafa og þeim á ekki að breyta.

Tilkynnandi: Í svæðunum Tegund tilkynnanda og Tilkynnandi birtast sjálfkrafa sem "Bifreiðaumboð" og nafn þess umboðs sem um ræðir.

Fulltrúi umboðs: Í svæðið Fulltrúi umboðs skal skrá nafn þess fulltrúa er framkvæmdi fulltrúaskoðun og undirritaði nýskráningarbeiðni (valið úr flettiglugga).

Staða akstursmælis: Í svæðið Staða akstursmælis skal skrá stöðu akstursmælis ef um er að ræða bifreið eða bifhjól með innflutningsástandið "nýtt gvk". Stöðuna skal tilgreina í kílómetrum. Ef akstursmælir sýnir mílur skal umreikna stöðuna yfir í kílómetra (1 míla er jafnt og 1.6 km). Ef staða akstursmælis er hærri en 1000 km skal breyta innflutningsástandi ökutækisins úr "nýtt gvk" í "notað gvk skv. mæli".

Skráningarmerki: Undir liðnum Afhending birtast þau skráningarmerki sem hafa verið framleidd fyrir ökutækið. Ef ekki koma fram nein skráningarmerki hafa merkin ekki verið framleidd eða ekki móttekin úr framleiðslu og þá er ekki hægt að nýskrá ökutækið. Ef ekki eru tilgreind rétt skráningarmerki skal fulltrúi leiðrétta tilgreininguna og skrá þau merki sem afhent eru á ökutækið (t.d. einkamerki í staðinn fyrir almenn merki). Tilgreina þarf skráningarnúmer og skráningarflokk. Þegar skráningu í biðskrá er lokið er smellt á Í bið. Ef verið er að skrá mörg ökutæki í einu í biðskrá er hægt að merkja við Magnskráningar í neðra vinstra horni (í valglugga sem upp kemur er ekkert svæði valið heldur smellt á Áfram).

Breytingar á forskráðum upplýsingum: Almennt er óheimilt að skrá í önnur svæði en eiganda, tryggingafélag og skráningarmerki og óheimilt að breyta þegar skráðum upplýsingum. Á þessu eru eftirtaldar undanþágur: Litur: Skylt er að leiðrétta skráðan lit ökutækis ef hann er ranglega skráður í ökutækjaskrá. Skattflokkur 0 1: Ef dísel bifreið með heildarþyngd undir 4000 kg er með löggiltan ökumæli skal skrá hana í skattflokk 01. Notkunarflokkur: Heimilt er að skrá bílaleigubifreiðar í notkunarflokkinn "Bílaleiga/útleiga".

Bifreiðagjöld: Þegar búið er að skrá ökutæki í biðskrá skal greiða bifreiðagjöld fyrir viðkomandi ökutæki inn á reikning Samgöngustofu í Íslandsbanka (515-26-5802). Ekki er hægt að nýskrá ökutæki úr biðskrá nema rétt gjöld hafi verið lögð inn á bankareikninginn. Bifreiðagjöld eru áætluð í ökutækjaskrá(Upplýsingamynd (F7)/Landskerfi/Áætlun bifreiðagjalda) og áætluð fjárhæð greidd inn á bankareikning. Við greiðslu gjaldanna inn á bankareikning skal tilgreina fastanúmer hvers ökutækis og fjárhæð gjalda. Sjá nánar liðinn "Greiðslu gjalda" hér að neðan.

Vörugjöld: Almennt eru umboð með greiðslufrest á vörugjöldum fram yfir nýskráningu en ef greiða þarf vörugjöldin við nýskráningu er unnt að leggja þau inn á reikning Samgöngustofu í Íslandsbanka (515-26-5802) og mun starfsmaður Samgöngustofu þá greiða gjöldin við nýskráningu. Við greiðslu gjaldanna inn á bankareikning skal tilgreina fastanúmer hvers ökutækis. Unnt að er sækja upplýsingar um vörugjöld í ökutækjaskrá (Upplýsingamynd (F7)/Landskerfi/Vörugjöld pr. kennitölu). Sjá nánar liðinn "Greiðslu gjalda" hér að neðan.

Greiðsla gjalda: Við greiðslu gjalda inn á bankareikning skal annaðhvort leggja inn sundurliðaðar fjárhæðir eða heildarfjárhæð gjalda. Ef greiddar eru sundurliðaðar fjárhæðir skal greiða sérstaklega gjöld fyrir hvert ökutæki, þ.e. með hverri fjárhæð er tilgreint fastanúmer ökutækis í textasvæði bankalínu. Ef lögð er inn heildarfjárhæð fyrir tiltekin ökutæki skal sundurliðuð skilagrein send til Samgöngustofu með tölvupósti um leið og óskað er eftir skráningu. Á skilagreininni skal tilgreina þær greiðslur sem greiddar voru og fastanúmer þeirra ökutækja sem gjöldin tilheyra. Mikilvægt er að greiðslur inni á bankalínu séu unnar af vandvirkni og aðeins séu lögð inn gjöld fyrir ökutæki sem skráð eru í biðskrá. Einnig er mikilvægt að gjöld séu lögð inn á bankalínu sama dag og ökutæki er nýskráð því útreikningur áætlaðra gjalda miðast við nýskráningardag. Ef upp kemur misræmi milli innlagðra gjalda og þeirra ökutækja sem skráð eru í biðskrá veldur það starfsfólki Samgöngustofu óþægindum og getur valdið töfum í afgreiðslu úr biðskrá.

Tilkynning um biðskráningu: Að lokinni skráningu ökutækja í biðskrá og greiðslu gjalda inn á bankalínu skal senda skilaboð til Samgöngustofu á netfangið skraning@samgongustofa.is. Ef lögð er inn ein heildarfjárhæð fyrir tiltekin ökutæki skal sundurliðuð skilagrein send til Samgöngustofu með tölvupósti um leið og óskað er eftir skráningu. Ef greidd hafa verið vörugjöld fyrir ökutæki skal það tilgreint sérstaklega. Þegar ökutæki hefur verið nýskáð eru send til baka með tölvupósti skilaboð um að afgreiðslu úr biðskrá sé lokið.

Höfnun nýskráningar: Ef þau skilyrði sem sett eru hér að framan eru ekki uppfyllt er ökutæki ekki nýskráð. Ef nýskráningu er hafnað sendir starfsmaður Samgöngustofu tölvupóst til skráningarbeiðanda þar sem tilkynnt er um höfnun og ástæðu hennar.

[...] 1)

Skráningargögn til Samgöngustofu: Skráningargögn skulu hafa borist Samgöngustofu innan viku frá nýskráningardegi. Með skráningargögnum er átt við útfyllta og undirritaða nýskráningarbeiðni ásamt fylgigögnum (ef einhver eru).

Tímasetning og dagsetning: Unnt er að nýskrá ökutæki í biðskrá virka daga milli kl. 8:00 og 16:00. Biðskráningar sem berast utan framangreinds tíma eru ekki afgreiddar fyrr en næsta virka dag og óheimilt er að setja viðkomandi ökutæki í umferð.

Eftirlit með gögnum og skráningu: Skráningargögn skulu hafa borist Samgöngustofu innan viku frá nýskráningu ökutækis. Þegar gögnin berast eru þau skoðuð og gengið úr skugga um að öll skilyrði nýskráningar hafi verið uppfyllt. Einnig framkvæmir Samgöngustofa reglulega eftirlit með skráningum í biðskrá um leið og óskað er eftir skráningum í gegnum biðskrá. Nánar er fjallað um eftirlit með skráningum í biðskrá í skjali 1.10.3.

[...] 1)

1) 04.03.2016


Var efnið hjálplegt? Nei