4.2 Skráning með tölvupósti

Útg.nr: 1           Útg.dags: 13.02.2003

Upplýsingar í tölvupósti: Í tölvupósti frá skoðunarstofum skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:
Aðgerð: Nýskráning.
Fastanúmer: AA-111.
Eigandi: Nafn og kennitala.
Meðeigandi: Nafn og kennitala.
Umráðamaður: Nafn og kennitala.
Tryggingafélag: Nafn tryggingafélags (númer).
Gerð skráningarmerkja: N1/N2/N5 eða almenn, einkamerki, vsk-merki.
Eigin þyngd: Samkvæmt vigtarseðli (ef hún er ekki skráð og krafa gerð um vigtarseðil).
Athugasemdir: T.d. samþykki sýslumanns vegna aldurs liggur fyrir.

Eigandi og tryggingafélag: Við nýskráningu eru upplýsingar um eiganda og tryggingafélag skráðar í ökutækjaskrá. Að auki eru skráðar upplýsingar um meðeiganda og umráðamann ef það á við.

Eigin þyngd: Ef tilgreindar eru upplýsingar um hærri eigin þyngd skal skrá hana í ökutækjaskrá við nýskráningu. Athugið að aðeins má skrá hækkun á eigin þyngd. Ef óskað er eftir lækkun á eigin þyngd skal skrá ökutæki með óbreyttri þyngd og skrifa í tölvupóst til skráningarbeiðanda að beiðni um lækkun á eigin þyngd skuli vísa til tæknideildar Samgöngustofu.

Skattflokkur: Ef tilgreindar eru upplýsingar um skattflokk 01 í tölvupósti skal skrá skattflokk 01 í ökutækjaskrá við nýskráningu. Athugið að aðeins má skrá skattflokk 01.

Skráningarmerki: Skráningarmerki skulu vera staðsett hjá skoðunarstofu við nýskráningu, þ.e. merkin verða að hafa verið framsend til skoðunarstofu og móttekin þar. Merkin eru skráð afhent við nýskráningu.

Greiðsla gjalda: Nýskráningargjald er skuldfært á viðkomandi skoðunarstofu. Skoðunarstofur annast sjálfar innheimtu og skil á umferðaröryggisgjaldi. Bifreiðagjöld skulu greidd en ekki er fylgst sérstaklega með þeim við nýskráningu (er gert í eftirliti með nýskráningum). Gjaldfallin vörugjöld skulu ávallt greidd fyrir nýskráningu en þó er heimilt að taka gilda kvittun frá tollstjóra/sýslumanni fyrir greiddum vörugjöldum. Slíka kvittun skal senda til Samgöngustofu á myndsendi áður en heimilt er að nýskrá ökutæki.

Ef skoðunarstofa óskar eftir niðurfellingu á nýskráningu sem framkvæmd hefur verið að beiðni skoðunarstofu skal slík beiðni berast innan sama dags og nýskráning var framkvæmd. Ef skoðunarstofa óskar eftir leiðréttingu á framkvæmdri nýskráningu skal slík beiðni berast innan viku frá nýskráningardegi. Fyrir bakfærslu og leiðréttingu á nýskráningu skal innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu.

Niðurfelling og leiðrétting:

Ef skoðunarstofa óskar eftir niðurfellingu á nýskráningu sem framkvæmd hefur verið að beiðni skoðunarstofu skal slík beiðni berast innan sama dags og nýskráning var framkvæmd. Ef skoðunarstofa óskar eftir leiðréttingu á framkvæmdri nýskráningu skal slík beiðni berast innan viku frá nýskráningardegi. Fyrir bakfærslu og leiðréttingu á nýskráningu skal innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu.


Var efnið hjálplegt? Nei