4.3 Eftirlit með skráningum

Útg.nr: 9          Útg.dags: 04.03.2016

Listi yfir skráningar: Daglega skal prenta út lista yfir ökutæki sem voru nýskráð og endurskráð að beiðni skoðunarstofa og nýskráð í gegnum biðskrá.

Eftirlit með gögnum: Fylgst skal með því að skráningargögn berist frá skráningarbeiðanda innan viku frá skráningu. Þegar gögnin berast skal merkja við ökutæki á viðkomandi listum.

Skoðun skráningargagna og skráningarskilyrða: Skráningargögn og skráning skulu metin og gengið úr skugga um að öll skilyrði skráningar ( 1.3 ) hafi verið uppfyllt.

[...] 1)

Fyrsta beiðni um úrbætur: Ef í ljós kemur að skráningargögn hafa ekki borist innan viku eða skilyrði skráningar eru ekki uppfyllt, skal tölvupóstur sendur til skráningarbeiðanda þar sem annmarka á skráningu er lýst og úrbóta krafist. Ef skráningarbeiðandi er umboð með fulltrúa skal senda beiðni um úrbætur til þess fulltrúa er óskaði eftir skráningu. Í stað tölvupósts er einnig hægt að senda bréf þess efnis.

Önnur beiðni um úrbætur: Ef úrbætur á annmarka hafa ekki verið gerðar þegar tvær vikur eru liðnar frá nýskráningu er skráningarbeiðanda og eiganda sent aðvörunarbréf. Í bréfinu er annmarka á nýskráningu lýst og tilkynnt að verði úrbætur ekki verið gerðar innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins verði nýskráning felld niður. Bréfið er sent í almennum pósti til skráningarbeiðanda og eiganda. Afrit af bréfinu er sent til meðeiganda og umráðamanns ef það á við.

Tilkynning um niðurfellingu nýskráningar: Ef úrbætur hafa ekki verið gerðar þegar tvær vikur eru liðnar frá annarri beiðni um úrbætur er send tilkynning um niðurfellingu nýskráningar til skráningarbeiðanda og eiganda ( US.197). Í tilkynningunni segir að skráning viðkomandi ökutækis verði felld niður tiltekinn dag (hámark vikufrestur) og er skorað á eiganda að skila strax inn skráningarmerkjum ökutækisins. Tilkynningin er send í almennum pósti til skráningarbeiðanda en í ábyrgðarpósti til eiganda. Afrit er sent til meðeiganda og umráðamanns ef það á við.
 
Niðurfelling skráningar: Hafi ekki verið gerðar úrbætur þegar lokafrestur er liðinn er skráning viðkomandi ökutækis felld niður. Gengið er úr skugga um að úrbætur hafi ekki verið gerðar áður en niðurfelling er framkvæmd. Að lokinni niðurfellingu er send tilkynning um niðurfellingu til RSK og tryggingafélags ( US.198). Ef skráningarmerkjum ökutækisins hefur ekki verið skilað inn skal hafa samband við lögreglu og óska eftir því að þau verði klippt af ökutækinu án tafar ( US.199).

Mánaðarskýrsla vegna eftirlits með skráningum: Mánaðarlega skal eftirlitsaðili gera samantektarskýrslu ( US.130) varðandi eftirlit mánaðarins. Skrá skal heildarfjölda skráninga hvers skráningarbeiðanda í liðnum mánuði, fjölda beiðna um úrbætur og fjölda niðurfelldra skráninga. Skráningarbeiðendum skal sent eintak af eftirlitsskjali.

Niðurfelling heimildar til skráningar: Ef ítrekað kemur fyrir að skráningarbeiðandi óskar eftir skráningu með tölvupósti eða skráir ökutæki í biðskrá án þess að skilyrði nýskráningar hafi verið uppfyllt er unnt að fella niður réttinn til skráningar með tölvupósti eða í gegnum biðskrá.

1) 04.03.2016


Var efnið hjálplegt? Nei