Ökuritakerfið

Stafræna ökuritakerfið er tæknilega samsett úr mörgum mismunandi hlutum

Margs konar upplýsingar eru vistaðar á hinu einstaklingsbundna ökumannskorti og í sjálfum ökuritanum í ökutækinu. Ökuritinn safnar upplýsingum og vistar þær með hjálp hreyfiskynjara í ökutækinu.

Hver gerð af korti hefur aðgang að mismunandi upplýsingum í ökuritakerfinu. Á ökumannskortið vistast upplýsingar sem varða ökumanninn. Lögreglan og Vegagerðin geta síðan skoðað ökumannskortið í ökuritanum með því að nota sérstakt eftirlitskort.

Upplýsingar og gögn má svo yfirfæra til flutningafyrirtækisins með notkun fyrirtækjakortsins og sérstakra lesara.


Var efnið hjálplegt? Nei