Málskot vegna skoðunar ökutækis
Sá sem ekki vill una niðurstöðu skoðunar ökutækis í skoðunarstofu getur, að undangenginni umfjöllun stjórnenda skoðunarstofunnar, skotið niðurstöðunni til Samgöngustofu innan mánaðar frá því að viðkomandi var tilkynnt um niðurstöðu skoðunarstofu (frá því að ökutækið var fært til skoðunar). Hið sama gildir um endurskoðunarverkstæði.
Málskot vegna skoðunar ökutækis - eyðublað
Athugið að málskot á einungis við um lögbundnar skoðanir, ekki söluskoðun/ástandsskoðun. Það athugast að málsmeðferð Samgöngustofu lýtur aðeins að því hvort lögbundin skoðun hafi verið framkvæmd í samræmi við reglugerð um skoðun ökutækja og skoðunarhandbók. Ekki er tekin afstaða til mögulegs bótaréttar í einstökum málum.