Skoðun ferðavagna
Húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna skal færa til skoðunar eins og þau hefðu 5 í endastaf skráningarmerkis. Það þýðir að skoðunarmánuður er maí og skal færa ökutækið til skoðunar fyrir lok júlímánaðar.
Samantekt á breytingum með reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja má nálgast á sérstakri síðu um það efni.
Allar skoðunarstofur á landinu geta tekið á móti eftirvögnum sem eru hemlalausir og eru 750 kg að heildarþyngd eða minna.
Færri skoðunarstofur geta skoðað þyngri eftirvagna og er best að hafa samband beint við skoðunarstofur og óska eftir upplýsingum um hvaða útibú taka á móti þyngri eftirvögnum.
Verðskrár skoðunarstöðva má nálgast á vefsíðum þeirra: