Undanþágur frá stærð og þyngd
Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007 kveður m.a. á um hámarksstærð og þyngd ökutækja. Heimilt er að víkja frá þessum kröfum að undangenginni sérstakri umfjöllun Samgöngustofu sbr. gr. 13. reglugerða nr.155/2007.
Brot á reglugerð nr. 155/2007, um stærð og þyngd ökutækja | Sektarfjárhæð kr. |
---|---|
- breidd ökutækis eða eftirvagns/tengitækis of mikil, sbr. 7. og 8. gr. reglugerðarinnar | 100.000 |
- hæð ökutækis of mikil, sbr. 9.gr. reglugerðarinnar | 100.000 |
- ásþungi/heildarþungi allt að 375 kg umfram leyfilega heildarþyngd | 60.000 |
- ásþungi/heildarþungi allt að 750 kg umfram leyfilega heildarþyngd | 120.000 |
- ásþungi/heildarþungi allt að 1.500 kg umfram leyfilega heildarþyngd | 180.000 |
- ásþungi/heildarþungi meira en 1.500 kg allt að 5.000 kg umfram leyfilega heildarþyngd | 240.000 |
- að viðbættum 10.000 kr. fyrir hver 100 kg umfram 3.000 kg |
Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á undanthagur@samgongustofa.is.