Umferð hestafólks og annarra

- mikilvæg öryggisatriði

Mjög víða skarast umferð hestafólks við leiðir ólíkra vegfarendahópa. Mikilvægt er að hestafólk setji sig í spor annarra og að aðrir setji sig í spor knapans og hestsins. Allir vegfarendur þurfa að sýna tillitssemi, varúð og kurteisi.

1

Sáttmáli hestafólks og annarra vegfarenda

Nú hefur hestafólk og fulltrúar annarra vegfarendahópa tekið höndum saman um að fræða almenning um það hvernig allir þessir hópar geti deilt saman heilbrigðri og öruggri útiveru.

Sáttmáli milli hestafólks og annarra vegfarenda um umferðaröryggi var undirritaður í Guðmundarstofu í Fáksheimilinu Víðidal 8. maí 2021. Upptöku frá fundinum má finna hér.

RAF-mynd

Eftirfarandi hópar komu að gerð sáttmálans:
Félag ábyrgra hundaeigenda
FÍB – Félag íslenskra bifreiðaeigenda
Frjálsíþróttasamband Íslands
Hestamannafélagið Fákur
Hjólreiðasamband Íslands
Horses of Iceland
Landssamband hestamannafélaga
Landssamtök hjólreiðamanna
Samgöngustofa
Skíðagöngufélagið Ullur
Skíðasamband Íslands
Slóðavinir
Sniglarnir
Vegagerðin
Ökukennarafélag Íslands

Fræðslumynd

Hér má finna fræðslumynd um öryggi hestafólks og annarra vegfarenda. Myndin er samstarfsverkefni Samgöngustofu, Landssambands hestamannafélaga og Horses of Iceland.

Fræðslumyndinni er ætlað að vekja athygli á eðli og mögulegu viðbragði hestsins sem getur reynst mörgum okkar framandi, óvænt og í einhverjum tilfellum óútreiknanlegt. Við þurfum öll að bera virðingu fyrir hvort öðru, hvort sem við erum á hesti, hjóli, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða akandi. Við þurfum að gæta þess að fara ekki inn á sérmerkta stíga fyrir annarskonar umferð og gætum fyllstu varúðar á sameiginlegum stígum eða vegum.

MYND-f.-Fraedslumynd-a-vef-3


Mikilvæg öryggisatriði

Eðli hestsins

 • Skilningur og þekking fólks í dag á eðli hestsins, viðbragði, ótta og skynjun er takmörkuð í samanburði við það þegar hesturinn var okkar helsti fararskjóti. Eðli og mögulegt viðbragð hestsins getur því reynst mörgum okkar framandi, óvænt og í einhverjum tilfellum óútreiknanlegt. 
 • Hestar eru flóttadýr. Það er innbyggt í þá að flýja alla mögulega hættu sem getur virst okkur lítilvæg eða engin. 
 • Hesturinn getur hræðst ýmislegt sem okkur kann að virðast lítilvægt og ómerkilegt. Hann heyrir og sér margt sem við skynjum ekki og eðli hans er að flýja hættuna. 
 • Sjónsvið hestsins er nánast allt um kring. Því getur viðbragð hans verið óvænt og hættulegt.
 • Hestar geta hræðst t.d. fólk á reiðhjólum, gangandi, skíðandi, hlaupandi o.s.frv. svo ekki sé talað um mótorhjól og bíla.

Umferð um stíga

 • Reiðstígar eru ætlaðir fyrir hesta og hestafólk.
 • Hestar og hestafólk eiga ekki að vera á sérmerktum stígum fyrir annars konar umferð.
 • Notum göngustíga fyrir gönguferðir og skokk og/eða hjólastíga fyrir hjólreiðar.
 • Á sameiginlegum stígum þarf sérstaka aðgæslu, sérstaklega þar sem hæð, beygja, gróður eða byggingar geta byrgt okkur sýn á mögulega aðra umferð.
 • Við þurfum öll að bera virðingu fyrir hvort öðru, hvort sem við erum á hesti, hjóli, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða akandi. Að við förum ekki inn á sérmerkta stíga fyrir annarskonar umferð og gætum fyllstu varúðar á sameiginlegum stígum eða vegum.
 • Setjum okkur í spor hvers annars. Við getum svo auðveldlega verið öll örugg og notið útivistarinnar saman.

Að mæta hesti á stíg

 • Leyfum hestinum að sjá okkur tímanlega. Komum honum ekki á óvart. Honum getur brugðið.
 • Snöggt viðbragð, vélarhljóð, hróp, flaut, bjalla o.fl. geta hrætt hestinn.
 • Hestafólk þarf að gæta varúðar í nálægð við hunda. Ef við erum með hund - höfum hann nálægt okkur og helst í taumi (ekki síst hundsins vegna). 
 • Eins þarf hestafólk að gæta fyllstu varúðar og sýna tillitsemi.
 • Setjum okkur í spor hvers annars. Við getum svo auðveldlega verið öll örugg og notið útivistarinnar saman.

Hestar og hjólandi

 • Reiðhjól hræðast ekki hesta en hestar geta hræðst hjólandi.
 • Leyfum hestinum að sjá okkur tímanlega. Komum honum ekki á óvart. Honum getur brugðið.
 • Snöggt viðbragð, vélarhljóð, hróp, bjalla o.fl. geta hrætt hestinn.
 • Eins þarf hestafólk að gæta fyllstu varúðar og sýna tillitsemi.
 • Setjum okkur í spor hvers annars. Við getum svo auðveldlega verið öll örugg og notið útivistarinnar saman.

Hestar og ökutæki

 • Þegar bíl eða öðru ökutæki er ekið nálægt hesti eða hestum á ferð þarf ökumaður að muna að hesturinn getur hræðst stór eða smá tæki sem í hans augum geta verið ógnvekjandi.
 • Grjótkast hrætt hestinn og jafnvel valdið slysi.
 • Það er því mikilvægt að ökumenn taki tillit til hesta á ferð, hægi ferðina og aki rólega framhjá. Stoppi jafnvel og gæti þess að bíða eftir að hestarnir séu komnir vel framhjá áður en lagt er aftur af stað. 
 • Snöggt viðbragð, vélarhljóð, hróp, flaut o.fl. geta hrætt hestinn.
 • Eins þarf hestafólk að gæta fyllstu varúðar og sýna tillitsemi.
 • Setjum okkur í spor hvers annars. Við getum svo auðveldlega verið öll örugg og notið útivistarinnar saman.

Spurt og svarað


Má ganga eða hjóla á reiðstígum?

Ekki er æskilegt að fara viljandi inn á sérmerkta reiðvegi.

Má hestafólk ríða um á gangstígum eða hjólastígum?

Hestar og hestafólk eiga ekki að vera á sérmerktum stígum fyrir annars konar umferð.

Hvað á ég að gera þegar ég er úti að hjóla, ganga, hlaupa, skíða og mæti hesti?

 • Mikilvægt er að leyfa hestinum að sjá okkur tímanlega ef hægt er. Felum okkur ekki.
 • Reiðhjól hræðast ekki hesta en hestar geta hræðst hjólandi.
 • Það getur verið gott að stoppa, fara út í kant og bíða eftir að hestarnir séu komnir vel framhjá áður en lagt er aftur af stað.
 • Snöggt viðbragð, hróp, bjalla o.fl. geta hrætt hestinn.
 • Ef hjólandi mætir hesti brú er mikilvægt að hjóla hvorki á móti hesti eða á eftir hesti á brúnni. Gott er að stoppa a.m.k. tveimur metrum áður en komið er að brúnni, fara til hliðar og bíða eftir að hesturinn sé kominn yfir. Leggið ekki af stað fyrr en hesturinn er kominn framhjá. 

Hvað á ég að gera þegar ég á hesti mæti hjólandi, gangandi, hlaupandi eða skíðandi t.d. á sameiginlegum stíg?

 • Hestafólk þarf að gæta fyllstu varúðar og sýna tillitssemi 
 • Mikilvægt er að hægja á sér og ná augnsambandi við hjólreiðamanninn.
 • Stöðva ef nauðsyn ber til.
 • Hestafólk skal alltaf sýna varúð óháð forgangi.

Hvað á ég að gera þegar ég á ökutæki mæti hesti?

 • Það er mikilvægt að ökumenn taki tillit til hesta á ferð, hægi ferðina og aki rólega framhjá. Stoppi jafnvel og bíði þess að hestarnir séu komnir vel framhjá áður en lagt er aftur af stað aftur.
 • Þegar bíl eða öðru ökutæki er ekið nálægt hesti eða hestum á ferð þarf ökumaður að muna að hesturinn getur hræðst stór eða smá tæki sem í hans augum geta verið ógnvekjandi.
 • Grjótkast getur hrætt hestinn og jafnvel valdið slysi.
 • Varist allt snöggt viðbragð, vélarhljóð, hróp, flaut o.fl. Það getur hrætt hestinn.

Hvað á ég að gera þegar ég á hesti mæti ökutæki?

• Hestafólk þarf að gæta fyllstu varúðar og sýna tillitsemi.
• Mikilvægt er að hægja á sér og ná augnsambandi við ökumanninn. Stöðva ef nauðsyn ber til.
• Hestafólk skal alltaf sýna varúð óháð forgangi
• Forðist helst alla umferð í nálægð við aðra umferð leyfi aðstæður það


Var efnið hjálplegt? Nei