Vélknúin hlaupahjól

Vinsældir vélknúinna hlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér á landi. 

Vélknúin hlaupahjól tilheyra flokki reiðhjóla og eru hönnuð til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst, sjá skilgreiningu í 3. grein umferðarlaga lið 30 c. Í umferðarlögum kemur fram að slíkum farartækjum má þó ekki aka á akbraut en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól t.d. hvað varðar öryggisbúnað og mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga þegar hjólað er á gangstígum.Var efnið hjálplegt? Nei