Fara beint í efnið

Ökukennaranám til almennra réttinda

Ökukennaranám til almennra réttinda fer fram hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Námið fer fram samkvæmt námskrá sem Samgöngustofa setur og innviðaráðherra staðfestir. Námskráin er unnin í samráði við Ökukennarafélag Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Forkröfur

  • Hafa náð 21 árs aldri.

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun.

  • Hafa ekið bíl að staðaldri síðustu þrjú árin.

  • Hafa ekki hlotið dóm samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 68 gr. hegningarlaga.

  • Fullnægja kröfum um líkamlegt og andlegt hæfi sem gerðar eru til ökumanna í hópi 2, sbr. reglugerð nr. 830/201.

Starfsleyfi ökukennara

Sótt er um starfsleyfi til sýslumanns. Starfsleyfi ökukennara er tilgreint með sérstakri innlendri tákntölu í dálk 12 á ökuskírteini viðkomandi.

Kostnaður

Nánari upplýsingar um kostnað má finna hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Tengd stofnun

Sýslu­menn