Á flugvellinum
Mæting á flugvöll
Það getur verið mismunur á þeim innritunartímum sem flugrekendur gefa. Áríðandi er að skoða vel þær upplýsingar sem þeir gefa. Ef brottför er á mesta annatíma má búast við að tafir geti verið í öryggisleit. Gott er að ætla sér rúman tíma.
Öryggisleit
Hvernig má flýta fyrir öryggisleit?
Gott er að hafa brottfararspjald og vegabréf (eða önnur skilríki) tilbúin til skoðunar hjá öryggisvörðum. Um leið og komið er að færibandi gegnumlýsingarvélar er gott að setja handfarangur í plastbakka, séu þeir fyrir hendi. Enn fremur skyldi farþegi vera búinn að:
-
Taka plastpoka með vökva úr handfarangri.
-
Taka fartölvu og önnur stærri rafmagnstæki upp úr tösku.
-
Fara úr yfirhöfn.
-
Taka af sér belti og tæma vasa.
- Vera búinn að skoða upplýsingar um handfarangur.