Innritun og öryggisleit

Það getur verið mismunur á þeim innritunartímum sem flugrekendur gefa. Áríðandi er að skoða vel þær upplýsingar sem þeir gefa. Ef brottför er á mesta annatíma má búast við að tafir geti verið í öryggisleit. Gott er að ætla sér rúman tíma.

Netinnritun

Sumir flugrekendur bjóða farþegum innritun á heimasíðum sínum, í þeim tilfellum þurfa farþegar annaðhvort að prenta út farmiðann eða fá hann í farsíma.  Mikilvægt er að geyma afrit af farseðlinum ef þörf verður á að sína hann síðar. Þegar komið er á flugvöll er hægt að afhenda þar farangur ef einhver er og fara beint í öryggisleit. Þeir farþegar sem eru eingöngu með handfarangur geta farið beint í öryggisleit. 

Sjálfsafgreiðsla á flugvelli

Sumir flugrekendur gefa út rafræna farmiða, þá er hægt að innrita sig á sjálfsafgreiðslustöð, með því að hafa farmiðann og vegabréf.

Atriði til að hafa í huga:

  • Finna á heimasíðu flugrekanda hvenær á að mæta.
  • Ef miði er keyptur hjá ferðaskrifstofu þá er hægt að fá upplýsingar þar.
  • Ef eingöngu er ferðast með handfarangur, þá borgar sig að nota netinnritun ef hún er til staðar, þá er hægt að komast beint í öryggisleit.
  • Ef um hóp er að ræða þá er gott að gefa sér aukareitis tíma fyrir innritun.
  • Ef þörf er á aðstoð t.d. ef ferðast er með hjólastól þá þarf að mæta fyrr. Þá þarf að láta viðkomandi aðila vita, flugvöll, ferðaskrifstofu eða flugrekanda.


Var efnið hjálplegt? Nei