Skattar og gjöld
Viðskiptavinir skulu geta borið saman á skilvirkan hátt verð fyrir flugþjónustu hjá mismunandi flugrekendum. Því skal endanlegt verð sem viðskiptavinurinn greiðir fyrir flugþjónustu sem er uppruninn á EES-svæðinu ætið vera tilgreint að meðtöldum öllum sköttum, gjöldum og þóknunum.
Upplýsingar og bann við mismunun
Flugfargjöld, sem almenningur hefur aðgang að, skulu fela í sér gildandi skilyrði þegar þau eru boðin eða birt á hvers konar formi, þ.m.t. á netinu, fyrir flugþjónustu frá flugvelli sem er staðsettur á yfirráðasvæði aðildarríkis sem sáttmálinn gildir um.
Ávallt skal tilgreina endanlegt verð sem á að greiða og skal það fela í sér gildandi flugfargjald svo og alla gildandi skatta og kostnað, aukagjöld og þóknanir sem eru óhjákvæmilegar og fyrirsjáanlegar á þeim tíma sem gjöldin eru birt.
Til viðbótar við endanlega verðið skal a.m.k. tilgreina eftirfarandi:
a) Flugfargjald
b) Skatta
c) Flugvallargjöld
d) Önnur gjöld, aukagjöld eða þóknanir, s.s. þau sem tengjast flugvernd eða eldsneyti.
Þar sem þáttunum, sem eru skráðir skv. b-, c- og d-lið, hefur verið bætt við flugfargjaldið.
Veita skal upplýsingar um valkvætt viðbótarverð á skýran, gagnsæjan og ótvíræðan hátt við upphaf hvers bókunarferlis og samþykki þess af hálfu viðskiptarvinarins skal byggjast á vali hans.
Gjaldskrá Isavia