Röskun á flugi

Tekist á við seinkanir, aflýsingar og neitun á fari

 Tekist á við röskun á flugi
 Fá endurgreiðslu kostnaðar og bætur
Stigmögnun á kvörtun.
Hvernig tekist er á við truflun á flugi (sjá truflun á flugi)
Hvernig á að fá kostnað og bætur frá flugfélagi
Hvað er hægt að gera ef kröfu þinni er hafnað.
 Innan EES og Sviss
 
  Seinkun flugs
 Aflýsing flugs
Stutt flug (innan við 1500 km), á við flug innanlands og t.d. til Grænlands, Færeyja og Glasgow.
Þjónusta, hjálp og skaðabætur.
Stutt flug (innan við 1500 km), á við flug innanlands og t.d. til Grænlands, Færeyja og Glasgow.
Þjónusta, hjálp og skaðabætur.
Meðallangt flug (1500 - 3500 km og innan EES). REK/KEF til Osló, Stokkhólms, Helsinki, Kaupmannahöfn, Hamborg, Frankfurt, Amsterdam, Luxembourg, London og Halifax.
Þjónusta, hjálp og skaðabætur.
 Meðallangt flug (1500 - 3500 km og innan EES). REK/KEF til Osló, Stokkhólms, Helsinki, Kaupmannahöfn, Hamborg, Frankfurt, Amsterdam, Luxembourg, London og Halifax.
Þjónusta, hjálp og skaðabætur.
Langt flug (yfir 3500 km) REK/KEF til Baltimore, Minneapolis, New York, Boston, Orlando og San Francisco.
Þjónusta, hjálp og skaðabætur. 
Langt flug (yfir 3500 km) REK/KEF til Baltimore, Minneapolis, New York, Boston, Orlando og San Francisco.
Þjónusta, hjálp og skaðabætur.
  Neitun á fari
Þjónusta, hjálp og skaðabætur
 

EES-ríki og Sviss

EES/ESB ríki  Króatía
 Austurríki  Malta
 Belgía  Portúgal
   Pólland
 Búlgaría  Rúmenía
 Danmörk  Slóvakía
 Eistland  Slóvenía
 Finnland  Spánn
 Frakkland  Svíþjóð
 Grikkland  Tékkland
 Holland  Ungverjaland
 Írland  Þýskaland
 Ítalía
 Kýpur   EES/EFTA ríki
 Lettland  Ísland
 Litháen  Lichtenstein
 Lúxemborg  Noregur

Truflanir á flugi utan EES-svæðisins

Réttindi þín við truflun á flugi utan EES-svæðisins eru breytileg og byggjast fyrst og fremst á skilmálum þess flugfélags sem þú átt flug með. Flest flugfélög byggja þessa skilmála á tillögum Alþjóðasamtökum flugfélaga IATA, sem þýðir að við truflun á flugi þá hafa flest flugfélög skyldur gagnvart farþegum sínum, þar sem aðilar sættast á annað flug eða endurgreiðslu miða.

Umönnun, fæði og húsnæði

Það er mismunandi eftir flugfélögum utan EES-svæðisins hvernig þau bregðast við truflunum á flugi, sum bjóða uppá umönnun farþega, önnur ekki. Farþegar hafa þó réttindi skv. Montreal samningnum og geta því gert kröfu á flugfélögin skv. honum ef þau eru ekki að bjóða uppá þjónustu. 

Það ber í huga að erfitt getur reynst að fá greitt fyrir annað en fæði og húsnæði þannig að það borgar sig að fara varlega og geyma allar kvittanir. 

Neitun á fari utan EES-svæðisins þegar ferðast er með flugrekanda sem er ekki frá EES-svæðinu

Í sumum löndum eins og t.d. Bandaríkjunum, sjá hér, eru í gildi farþegaréttindi sem eiga við þegar farþega er neitað um far.




Var efnið hjálplegt? Nei