Flugvirkt

Flugvirkt snýr að samhæfingu þeirra aðila sem koma að afgreiðslu eða þjónustu við loftför, farþega, farangur og farm til þess að flutningur geti gengið snurðulaust fyrir sig 

Kröfur um flugvirkt (e. facilitation) koma fram í viðauka 9 við Chicago-samninginn og voru innleiddar í íslenskan rétt með reglugerð nr. 1025/2012.
Flugvirktaráætlun Íslands fyrir árið 2022

Helstu viðfangsefni flugvirktar

  • Koma og för loftfara, gögn, sótthreinsun o.fl.
  • Koma og för farþegr, farangur þeirra, ferðaskjöl, áritanir, brottfararspjöld, bólusetningaskrá o.fl.
  • Koma og brottför farms, útflutningsfarmur, innflutningsfarmur, íhlutir fyrir loftför, gámar, póstur o.fl.
  • Farþegar sem ekki er hægt að hleypa inn í land og fólk sem verið er að vísa úr landi - upplýsingar, ferðagögn o.fl.
  • Alþjóðlegir flugvellir, aðstaða og þjónusta - umferðarflæði (bílastæði, gegnumstreymi farþega), flugáhöfn, heilbrigðisþjónusta (skyndihjálp o.fl.), sóttkví (farþegar og dýr), fjármálaþjónusta, „órólegir farþegar“ o.fl.
  • Þegar ekki er lent á alþjóðlegum flugvelli (skyndistopp o.fl.).
  • Önnur atriði sem stuðla að flugvirkt/greiðum flugsamgögnum-loftferðarsamningar, loftfar stöðvað (fjárnám o.fl.), leit og björgun (aðstoð), mannúðarráðstafanir, flugvirktaráætlun, flutningur farþega sem þarfnast sérstakrar aðstoðar (PRM), aðstoð til handa fórnarlamba flugslysa og aðstandenda. 
  •   Kynning Isavia á framkvæmdum 28.05.2018
  •   Kynning IATA FAL UPDATE
  •   Kynning á flugvirkt frá fundi flugvirktarráðs 2018
  •   ECAC Doc 30, Part I -- 12th Edition, September 2018
  • Kynning á flugvirkt frá fundi flugvirktarráðs með flugrekendum 19. janúar 2016.

Fundargerðir flugvirktarráðs


Var efnið hjálplegt? Nei