Ferðaskilríki
Ferðaheimild til Bandaríkjanna
Þeir farþegar sem hyggjast ferðast til Bandaríkjanna þurfa að sækja um ferðaheimild á vefsíðu ESTA (Electronic System for Travel Authorization) að kröfu Heimavarnarráðs Bandaríkjanna (Homeland Security)
Þegnar þeirra landa sem eru aðilar að rafræna vegabréfskerfinu þurfa ekki á vegabréfsáritun að halda en þurfa þess í stað að hafa fengið samþykkta ferðaheimild áður en lagt er af stað.
Umsóknarferlið
- Farið er inn á öruggt vefsvæði ESTA.
- Fylla ber út sjálfvirkt eyðublað þar sem spurt er um persónu- og ferðaupplýsingar.
- Umsóknin er unnin af kerfinu og ákvarðast samstundis hvort umsækjandi sé hæfur til að ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar.
- Kerfið gefur sjálfkrafa svar en áður en farið er um borð í flugvélina gengur flutningsaðili úr skugga um hvort samþykkt ferðaheimild sé á skrá hjá Toll- og landamæravörðum Barndaríkjanna.
Vegabréf og vegabréfsáritanir
Ísland er aðili að Schengen samkomulaginu en kjarni þess er m.a. að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna. Að meginstefnu er hægt er að ferðast um á Schengen svæðinu án þess að framvísa vegabréfum á landamærum. Þess er hins vegar krafist að þeir sem þar ferðast hafi meðferðis gild persónuskilríki til að þeir geti sannað á sér deili hvenær sem þess er krafist. Íslensk vegabréf eru einu skilríkin sem vottað geta um ríkisfang íslenskra ríkisborgara innan Schengen og er þess því krafist að þeir hafi þau ávallt meðferðis.
Rétt er að kynna sér tímanlega hvort vegabréfsáritunar/landgönguleyfis (,,visa”) sé krafist í því landi sem heimsækja á. Almennt þurfa íslenskir ríkisborgarar vegabréfsáritun en frá því gilda þó margar undantekningar samanber það sem gildir um ferðalög til aðildarríkja Schengen.
Þegar vegabréfsáritunar er krafist þarf oftast að sækja um það í erlendum sendiráðum og/eða ræðisskrifstofum. Þegar viðkomandi ríki hefur hvorki sendiráð né ræðisskrifstofu á Íslandi getur þurft að senda vegabréf eða ljósrit þess til viðkomandi sendiskrifstofu viðkomandi ríkis erlendis.
Bólusetningar
Áður en haldið er af stað er rétt að huga að því hvort bólusetning sé nauðsynleg. Nánari upplýsingar um það er hægt að nálgast hjá sendiráði viðkomandi ríkis, heimilislækni, heilsugæslustöð eða landlæknisembættinu.
Sjá líka umfjöllun um ferðalög á vef utanríkisráðuneytisins og
Kröfur um ferðaskilríki frá Útlendingastofnun