Heilsa farþega
Ef farþegi er veikur eða hefur verið veikur og hefur áhyggjur af því hvort tilvonandi flug getur haft áhrif á veikindin þá er full ástæða fyrir hann að ræða þessar áhyggjur við lækni áður en lagt er af stað
Að ferðast veikur
Ef farþegi er veikur eða hefur verið veikur og hefur áhyggjur af því hvort tilvonandi flug getur haft áhrif á veikindin þá er full ástæða til að ræða þessar áhyggjur við heimilislækni viðkomandi áður en lagt er af stað. Einnig er möguleiki að ræða við viðkomandi flugrekanda og fá viðbrögð frá honum.
Ef farþegi með undirliggjandi sjúkdóm fer í ferðalag til útlanda er gott að vera búinn að kanna stöðu sína gagnvart tryggingum áður en lagt er af stað. Athuga réttindi sín gagnvart því ef farþeginn veikist og getur ekki notað flugmiða sinn heim.
Veikindi í flugi
Ef farþegi veikist um borð og snúa þarf flugvélinni til næsta flugvallar þá ber flugrekandinn ekki ábyrgð af þeim kostnaði sem farþegi verður fyrir vegna þeirrar læknisþjónustu sem hann þarfnast. Flugrekandinn á samt sem áður að reyna að hjálpa farþeganum til að komast á áfangastað eða heim aftur þegar hann getur hafið ferð að nýju. Í svona tilfellum er ástæða fyrir farþega að athuga hvað ferðatrygging hans nær yfir.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur gefið út bók með upplýsingum og ráðum fyrir ferðamenn sem hægt er að hala niður hér.