Vökvi í handfarangri

Samkvæmt nýjum reglum hafa skorður verið settar á það magn vökva sem farþegar mega ferðast með í handfarangri

Vökva má ferðast með í handfarangri að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

 • Hver eining umbúða má að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva

 • Allar umbúðirnar verða að rúmast í gegnsæjum eins (1) lítra plastpoka sem hægt er að loka með plastrennilás

 • Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn poka

 • Með umbúðum er átt við flöskur, túpur, hylki og annað sem getur innihaldið vökva

 • Gosflöskur og dósir eru flestar stærri en 100 ml (1dl) og eru því ekki leyfðar inn fyrir öryggishlið

Farþegar mega hafa meðferðis eftirfarandi nauðsynjar til persónulegra nota meðan á flugi stendur ef öryggisverðir telja ekki ógn stafa af þeim:

 • Lyf merkt notanda í magni sem dugir meðan á flugferð stendur

 • Barnamat

 • Matvæli vegna sérstaks mataræðis

Athugið að farþegi gæti þurft að færa sönnur á innihald óski öryggisverðir eftir því.

Hvað er vökvi?

Undir vökva flokkast m.a. gel, krem, smyrsl, og úðaefni, hvort sem er í flöskum, þrýstibrúsum, túpum eða öðrum umbúðum. Algengir hlutir sem fólk hefur með sér og flokkast undir vökva eru m.a.:

 • Gos

 • Áfengi

 • Ilmvatn

 • Rakakrem

 • Tannkrem

 • Varagloss

 • Hárlakk

 • Sápur

 • SjampóVar efnið hjálplegt? Nei