Fara beint í efnið

Kvarta til Samgöngustofu vegna flugferðar

Eyðublað fyrir kvartanir vegna flugferðar

Þú getur leitað til Samgöngustofu ef þú hefur sótt um skaðabætur eða endurgreiðslu hjá flugfélaginu og fengið höfnun.

Kvartanir

Samgöngustofa tekur mál til meðferðar ef:

  • um er að ræða aflýsingu, seinkun eða neitun á fari

  • flugið fellur undir samninginn um Evrópska Efnahagssvæðið

  • brottfararvöllur flugsins var á Ísland

Fylgigögn

Fyrir kvörtun er gott að hafa:

  • bókunarupplýsingar og dagsetningar

  • flugnúmer og brottfarar- og komuvellir

  • upplýsingar um lengd tafar

  • afrit af kvittunum, ef sækja á endurgreiðslu kostnaðar

  • afrit af farmiðum, brottfararspjöldum og staðfestingar á bókunum

Svona sendir þú inn kvörtun

  1. Smelltu á Fylla út

  2. Fylltu út eyðublaðið eins ítarlega og hægt er

  3. Hengdu við viðeigandi fylgigögn

  4. Smella á Senda

Málsmeðferð

Venjulegur vinnslutími eru 3 til 6 mánuðir frá því að öllum nauðsynlegum gögnum hafi verið skilað.

Samgöngustofa tekur við beiðni og kannar hvort hún falli undir valdsvið stofnunar. Í þeim tilvikum þar sem tilvikið fellur utan valdsvið stofnunarinnar er þeim málum vísað frá. Í þeim tilvikum þegar kvörtun fellur undir valdsvið Samgöngustofu er kvörtunin send til hlutaðeigandi flugrekanda til umsagnar.

Berist athugasemdir flugrekanda þá eru þær sendar kvartanda til umsagnar. Þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir þá gefur Samgöngustofa út  úrskurð í málinu. Sérfræðingar Samgöngustofu annast meðferð kvartana hjá stofnuninni.

Þú getur sent beiðni til Samgöngustofu á íslensku eða ensku. Ákvarðanir eru þó gefnar út á íslensku í báðum tilvikum.

Fyrningarfrestur

Fyrningarfrestur fyrir kvartanir miðast við 4 ár frá dagsetningu flugs.

Eyðublað fyrir kvartanir vegna flugferðar

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa