Aðrar alþjóðlegar reglur

Í loftferðalögum hafa verið innleiddar skyldur á flugrekendur vegna tjóns og atvika sem geta komið upp

Lífs- og líkamstjón

Um bótaábyrgð flytjanda vegna lífs- og líkamstjóns farþega gilda reglur sem byggja á alþjóðlegum samningum og sáttmálum. 

Samningarnir eru mismunandi eftir flugrekendum og þeim ríkjum sem flogið er til og frá. Um innanlandsflug, íslenska flugrekendur og þann flutning sem framkvæmdur er af íslenska ríkinu, ríkisstofnunum og öðrum opinberum aðilum, gilda reglur samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998.

Í reglunum segir:

  • Flytjandi ber ábyrgð á andláti, líkamsmeiðslum eða heilsutjóni sem verður vegna slyss í loftfari, þegar farið er inn í loftfar eða úr því.

  • Flytjandi ber ábyrgð á tjóni hvers farþega sem nemur 113.100 SDR. 

  • Flytjandi ber ekki ábyrgð á upphæð sem er hærri en 113.100 SDR nema:

    • Tjónið orsakist af gáleysi, vanrækslu eða annarri saknæmri hegðun flytjanda, starfsmanna hans eða umboðsmanna.

    • Tjónið orsakist að öllu leyti af gáleysi, vanrækslu eða annarri saknæmri hegðun þriðja aðila.

Skaðabætur

Bótafjárhæðir í tjónstilvikum er valda örorku eða dauða eru ákvarðaðar samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga.

Flytjandi skal inna af hendi fyrirframgreiðslu bóta ekki síðar en 15 dögum eftir að ljóst er hver hinn slasaði eða látni er. Greiðslan er ætluð til að mæta bráðum fjárhagsþörfum og tekur mið af aðstæðum hverju sinni. Greiðslan skal ekki nema lægri upphæð en 16.000 SDR vegna hvers farþega þegar um dauðsfall er að ræða.

Greiðsla fyrirframgreiðslu jafngildir þó ekki viðurkenningu á ábyrgð og kemur til frádráttar við endanlegt uppgjör bóta.  

Greiðslan er ekki afturkræf, nema í því tilviki að sannað sé að farþegi hafi sjálfur verið valdur að slysinu eða samvaldur því, eða sá aðili er fékk greiðsluna hafi ekki átt lögvarið tilkall til hennar.

(Sjá frekar XVII. kafla laga um loftferðir nr. 80/2022 auk ákvæða Varsjársamningsins frá 1929, viðbótarsamninga, samningsviðauka og viðbótarbókana ("Varsjár-kerfið"). 

Tjón vegna tafa í flutningi

Ábyrgð flytjanda á tjóni sem orsakast af töfum í flutningi farþega er takmörkuð við 4.700 SDR (sérstök dráttarréttindi) vegna hvers farþega, nema sannað sé að tjóni hafi verið valdið af stórfelldu gáleysi eða ásetningi. Hér er átt við tjón sem farþegi hefur orðið fyrir vegna seinkunar og þarf að sanna fyrir dómstólum. 

Flytjandi ber ábyrgð á tjóni sem verður af völdum tafa í flutningi á farþegum, farangri og farmi. Er þetta á grundvelli laga um loftferðir nr. 80/2022 alþjóðlegra samninga kennda við Varsjá frá 1929 auk samningsauka, viðbótarbókana og Montreal-samningsins frá 1999.

Réttindi í Bandaríkjunum

sjá  https://www.transportation.gov/tags/passenger-protections



Var efnið hjálplegt? Nei