Þekktu réttindin þín
Ef flugfélag seinkar eða aflýsir flugi þínu, neitar þér um far eða eitthvað kemur upp á, á meðan þú ert að ferðast, þá borgar sig að þekkja réttindi sín. Fyrirspurnir um nánari upplýsingar er hægt að senda á netfangið neytendur@samgongustofa.is, einnig er hægt að fylla út eyðublað fyrir kvartanir
Flugfarþegar hafa mikil réttindi í flugi til og frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Sviss. Þær upplýsingar sem hér er að finna eiga eingöngu við um flug sem falla undir þessi réttindi sbr, ESB reglugerð 261/20014, sbr. 1048/2012.
Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:
- Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
- Að koma til EES með EES – flugrekanda.
- Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss neðst á síðu.
Ef þú hefur bókað með einu flugfélagi en flýgur með öðru (codeshare), þá er það þjóðerni flugfélagsins sem þú flýgur með sem ræður.
Í þeim tilfellum þar sem þessi réttindi eiga ekki við, þá getur samt verið að þú eigir rétt á þjónustu.
Hvernig kvarta ég til Samgöngustofu?
Samgöngustofa hefur gefið út einblöðung þar sem helstu réttindi flugfarþega á EES svæðinu eru tíunduð (smelltu á myndina til að skoða bæklinginn):
Sjá gagnvirka upplýsingasíðu ESB
Sjá leiðbeiningar ESB um reglugerð 261/2004
Lengd flugs er mikilvægur þáttur
Lengd flugs stjórnar réttindum þínum þannig að það er gott að skoða í hvaða flokk þitt flug fellur. Um er að ræða þrjá flokka:
- Styttri flug – undir 1500 km.
- Meðallöng flug – 1500 til 3500km.
- Löng flug – yfir 3500 km, bætur vegna atvika í löngu flugi innan EES svæðisins fara aldrei yfir 400 evrur.
Ath! Í flugi innan EES-svæðisins fara bætur ekki yfir 400 evrur eða sem samsvarar meðallöngu flugi.
Hægt er að finna vegalengdir á netinu.
Réttindi þín við seinkun á flugi
Réttindi þín við aflýsingu á flugi
Réttindi þín þegar þér er neitað um far
Ef flugfélag hefur yfirbókað flug eða notar minni flugvél en það áætlaði, þá er stundum auglýst eftir sjálfboðaliðum eða farþegar eru neyddir til að verða eftir. Þetta er kallað neitun á fari, sjá réttindi.
Tapað tengiflug
Ef ferðin þín samanstendur af fleiri en einu flugi og þú hefur bókað farið alla leið með einum miða, þá getur flugfélagið þitt þurft að veita þér þjónustu ef þú missir af tengiflugi. Hins vegar ef þú hefur bókað flugið sitt í hvoru lagi þá ber flugfélagið enga ábyrgð á tengifluginu, sjá réttindi þín.
EES-ríki og Sviss
EES/ESB ríki | Króatía |
Austurríki | Malta |
Belgía | Portúgal |
Pólland | |
Búlgaría | Rúmenía |
Danmörk | Slóvakía |
Eistland | Slóvenía |
Finnland | Spánn |
Frakkland | Svíþjóð |
Grikkland | Tékkland |
Holland | Ungverjaland |
Írland | Þýskaland |
Ítalía |
|
Kýpur | EES/EFTA ríki |
Lettland | Ísland |
Litháen | Lichtenstein |
Lúxemborg | Noregur |