Réttindi við aflýsingu flugs
Aflýsing á stuttu flugi
Ef stutta fluginu þínu er aflýst, þá áttu rétt á vali á milli annars flugs eða endurgreiðslu. Þú gætir líka átt rétt á skaðabótum.
Samkvæmt EES reglum geta flugfélög ekki skilið farþega eftir veglausa ef þeir aflýsa flugi sem þú átt bókað far með. Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:
- Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
- Að koma til EES með EES – flugrekanda.
- Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss neðst á síðu.
Flugfélög verða að koma farþegum á áfangastað
Svo framarlega sem að EES reglur ná yfir þitt flug, þá verður flugfélagið að bjóða þér val á milli tveggja kosta:
1. Fá farmiðann endurgreiddan
Þú getur fengið allan miðann þinn endurgreiddan þ.m.t. hluta hans sem ekki hafa verið notaðir s.s. heimflug ef útflugi er aflýst.
2. Velja annað flug
Ef þú velur að ferðast, þá verður flugfélagið þitt að finna þér annað flug. Það er þitt val hvort þú velur fyrsta mögulega flug eða annað flug seinna meir.
Flest flugfélög munu reyna að koma þér á áfangastað með sínum eigin flugvélum en ef annað flugfélag getur komið þér mun fyrr á áfangastað þá áttu mögulega rétt á að fara með því flugfélagi. Þú verður að bera þennan möguleika upp við þitt flugfélag.
Þú gætir líka átt rétt á skaðabótum
Ef aflýsing flugs þíns var tilkynnt með minna en 14 daga fyrirvara þá áttu mögulega rétt á skaðabótum. Þessi tilfelli miðast við ástæður seinkananna – ef seinkunin var ekki á ábyrgð félagsins skaltu ekki búast við bótum.
Þær aflýsingar og seinkanir sem verða vegna óviðráðanlegra aðstæðna s.s. slæms veðurs, verkfalla eða náttúruhamfara eru ekki skaðabótaskyldar.
Aflýsing með 7 til 14 daga fyrirvara:
Ef þú hefur fengið tilkynningu um aflýsingu flugs með 7 til 14 daga fyrirvara, þá getur þú farið fram á skaðabætur út frá tímasetningu á flugi því sem þér var boðið í stað þíns flugs:
- Ef komutími á áfangastað hins nýja flugs er meira en 4 klst. seinna en hið upphaflega flug þá getur þú farið fram á 250 evrur í bætur.
- Ef brottfarartími hins nýja flugs er meira en 2 klst. fyrr en hið upphaflega flug og komutími á áfangastað meira en 2 klst. seinna þá getur þú farið fram á 250 evrur í bætur.
- Ef brottfarartími hins nýja flugs er meira en 2 klst. fyrr en hið upphaflega flug og komutími á áfangastað minna en 2 klst. seinna en upphaflega flugið, þá getur þú farið fram á 125 evrur í bætur.
Aflýsing með minna en 7 daga fyrirvara
Ef þú hefur fengið tilkynningu um aflýsingu flugs með minna en 7 daga fyrirvara, þá getur þú farið fram á skaðabætur út frá tímasetningu á flugi því sem þér var boðið í stað þíns flugs:
- Ef hið nýja flug kemur á áfangastað meira en 2 klst. á eftir upphaflega fluginu, þá getur þú farið fram á 250 evra bætur. Sama hvenær það lagði af stað.
- Ef hið nýja flug fer í loftið meira en 1 klst. fyrir upphaflegan brottfarartíma og kemur á áfangastað minna en 2 klst. eftir upphaflegan komutíma, þá getur þú farið fram á 125 evra bætur.
Þú getur einungis farið fram á skaðabætur ef aflýsing á flugi þínu fellur í einhvern þessara flokka. Allar bótaupphæðir miðast við einn farþega.
Nánar um hvernig sótt er um skaðabætur
Aflýsing á meðallöngu flugi
Ef meðallanga fluginu þínu er aflýst, þá áttu rétt á vali á milli annars flugs eða endurgreiðslu. Þú gætir líka átt rétt á skaðabótum.
Samkvæmt EES reglum geta flugfélög ekki skilið farþega eftir veglausa ef þeir aflýsa flugi sem þú átt bókað far með. Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:
- Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
- Að koma til EES með EES – flugrekanda.
- Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss neðst á síðu.
Flugfélög verða að koma farþegum á áfangastað
Svo framarlega sem að EES reglur ná yfir þitt flug, þá verður flugfélagið að bjóða þér val á milli tveggja kosta:
-
Fá farmiðann endurgreiddan
Þú getur fengið allan miðann þinn endurgreiddan þ.m.t. hluta hans sem ekki hafa verið notaðir s.s. heimflug ef útflugi er aflýst.
- Velja annað flug
Ef þú velur að ferðast, þá verður flugfélagið þitt að finna þér annað flug. Það er þitt val hvort þú velur fyrsta mögulega flug eða annað flug seinna meir.
Flest flugfélög munu reyna að koma þér á áfangastað með sínum eigin flugvélum en ef annað flugfélag getur komið þér mun fyrr á áfangastað þá áttu mögulega rétt á að fara með því flugfélagi. Þú verður að bera þennan möguleika upp við þitt flugfélag.
Þú gætir líka átt rétt á skaðabótum
Ef aflýsing flugs þíns var tilkynnt með minna en 14 daga fyrirvara þá áttu mögulega rétt á skaðabótum. Þessi tilfelli miðast við ástæður seinkananna – ef seinkunin var ekki á ábyrgð félagsins skaltu ekki búast við bótum.
Þær aflýsingar og seinkanir sem verða vegna óviðráðanlegra aðstæðna s.s. slæms veðurs, verkfalla eða náttúruhamfara eru ekki skaðabótaskyldar.
Nánar um óviðráðanlegar aðstæður
Aflýsing með 7 til 14 daga fyrirvara:
Ef þú hefur fengið tilkynningu um aflýsingu flugs með 7 til 14 daga fyrirvara, þá getur þú farið fram á skaðabætur út frá tímasetningu á flugi því sem þér var boðið í stað þíns flugs:
- Ef komutími á áfangastað hins nýja flugs er meira en 4. klst. seinna en hið upphaflega flug þá getur þú farið fram á 400 evrur í bætur.
- Ef brottfarartími hins nýja flugs er meira en 2 klst. fyrr en hið upphaflega flug og komutími á áfangastað meira en 2 klst. seinna þá getur þú farið fram á 400 evrur í bætur.
- Ef brottfarartími hins nýja flugs er meira en 2 klst. fyrr en hið upphaflega flug og komutími á áfangastað minna en 2 klst. seinna en upphaflega flugið, þá getur þú farið fram á 200 evrur í bætur.
Aflýsing með minna en 7 daga fyrirvara
Ef þú hefur fengið tilkynningu um aflýsingu flugs með minna en 7 daga fyrirvara, þá getur þú farið fram á skaðabætur út frá tímasetningu á flugi því sem þér var boðið í stað þíns flugs:
- Ef hið nýja flug kemur á áfangastað meira en 2 klst. eftir upphaflega fluginu, þá getur þú farið fram á 400 evra bætur. Sama hvenær það lagði af stað.
- Ef hið nýja flug fer í loftið meira en 1 klst. fyrir upphaflegan brottfarartíma og kemur á áfangastað minna en 2 klst. eftir upphaflegan upphaflegan komutíma, þá getur þú farið fram á 200 evra bætur.
Þú getur einungis farið fram á skaðabætur ef aflýsing á flugi þínu fellur í einhvern þessara flokka. Allar bótaupphæðir miðast við einn farþega.
Aflýsing á löngu flugi
Ef langa fluginu þínu er aflýst, þá áttu rétt á vali á milli annars flugs eða endurgreiðslu. Þú gætir líka átt rétt á skaðabótum.
Samkvæmt EES reglum geta flugfélög ekki skilið farþega eftir veglausa ef þeir aflýsa flugi sem þú átt bókað far með. Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:
- Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
- Að koma til EES með EES – flugrekanda.
- Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss.
Flugfélög verða að koma farþegum á áfangastað
Svo framarlega sem að EES reglur ná yfir þitt flug, þá verður flugfélagið að bjóða þér val á milli tveggja kosta:
-
Fá farmiðann endurgreiddan
Þú getur fengið allan miðann þinn endurgreiddan þ.m.t. hluta hans sem ekki hafa verið notaðir s.s. heimflug ef útflugi er aflýst. - Velja annað flug
Ef þú velur að ferðast, þá verður flugfélagið þitt að finna þér annað flug. Það er þitt val hvort þú velur fyrsta mögulega flug eða annað flug seinna meir.
Flest flugfélög munu reyna að koma þér á áfangastað með sínum eigin flugvélum en ef annað flugfélag getur komið þér mun fyrr á áfangastað þá áttu mögulega rétt á að fara með því flugfélagi. Þú verður að bera þennan möguleika upp við þitt flugfélag.
Þú gætir líka átt rétt á skaðabótum
Ef aflýsing flugs þíns var tilkynnt með minna en 14 daga fyrirvara þá áttu mögulega rétt á skaðabótum. Þessi tilfelli miðast við ástæður seinkananna – ef seinkunin var ekki á ábyrgð félagsins skaltu ekki búast við bótum.
Þær aflýsingar og seinkanir sem verða vegna óviðráðanlegra aðstæðna s.s. slæms veðurs, verkfalla eða náttúruhamfara eru ekki skaðabótaskyldar.
Aflýsing með 7 til 14 daga fyrirvara:
Ef þú hefur fengið tilkynningu um aflýsingu flugs með 7 til 14 daga fyrirvara, þá getur þú farið fram á skaðabætur út frá tímasetningu á flugi því sem þér var boðið í stað þíns flugs:
- Ef komutími á áfangastað hins nýja flugs er meira en 4 klst. seinna en hið upphaflega flug þá getur þú farið fram á 600 evrur í bætur.
- Ef brottfarartími hins nýja flugs er meira en 2 klst. fyrr en hið upphaflega flug og komutími á áfangastað meira en 2 klst. seinna þá getur þú farið fram á 600 evrur í bætur.
- Ef brottfarartími hins nýja flugs er meira en 2 klst. fyrr en hið upphaflega flug og komutími á áfangastað minna en 2 klst. seinna en upphaflega flugið, þá getur þú farið fram á 300 evrur í bætur.
Aflýsing með minna en 7 daga fyrirvara
Ef þú hefur fengið tilkynningu um aflýsingu flugs með minna en 7 daga fyrirvara, þá getur þú farið fram á skaðabætur út frá tímasetningu á flugi því sem þér var boðið í stað þíns flugs:
- Ef hið nýja flug kemur á áfangastað meira en 2 klst. eftir upphaflega fluginu, þá getur þú farið fram á 600 evra bætur. Sama hvenær það lagði af stað.
- Ef hið nýja flug fer í loftið meira en 1 klst. fyrir upphaflegan brottfarartíma og kemur á áfangastað minna en 2 klst. eftir upphaflegan komutíma, þá getur þú farið fram á 300 evra bætur.
Þú getur einungis farið fram á skaðabætur ef aflýsing á flugi þínu fellur í einhvern þessara flokka. Allar bótaupphæðir miðast við einn farþega.
EES-ríki og Sviss
EES-ríki og Sviss | |
Austurríki | Lúxemborg |
Belgía | Malta |
|
Portúgal |
Búlgaría | Pólland |
Danmörk | Rúmenía |
Eistland | Slóvakía |
Finnland | Slóvenía |
Frakkland | Spánn |
Grikkland | Svíþjóð |
Holland | Tékkland |
Írland | Ungverjaland |
Ítalía | Þýskaland |
Kýpur | EES/EFTA ríki |
Lettland | Ísland |
Litháen | Lichtenstein |
Króatía | Noregur |