Réttindi við neitun á fari

Réttindi þín þegar þér er neitað um far

Ef flugfélagið þitt getur ekki útvegað þér sæti í fluginu sem þú hefur bókað, þá áttu mögulega rétt á hjálp og skaðabótum.

Stundum bóka flugfélög fleiri einstaklinga í flug en sæti eru í flugvélinni.  Þetta er vegna þess að það mæta ekki alltaf allir í flug, þrátt fyrir að hafa bókað far. Aðrar ástæður geta líka komið upp s.s. vegna þess að flugfélagið þarf að nota minni flugvél en gert var ráð fyrir.

Þetta þýðir að stundum eru of margir farþegar sem reyna að innrita sig í flug. Þar af leiðandi neyðast einhverjir farþeganna að verða eftir, þá er auglýst eftir sjálfboðaliðum og ef það gengur ekki eftir þá ákveður flugfélagið hver verður eftir.

Ef þetta kemur fyrir þig, þá hefur þér verið neitað um far. Þú getur boðist til að fljúga ekki og þú getur líka neyðst til að hætta við ferðina án þíns samþykkis.

Eiga reglur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) við um þitt flug?

Flugfarþegar hafa mikil réttindi í flugi til og frá EES og Sviss. Þær upplýsingar sem hér er að finna eiga eingöngu við um flug sem falla undir þessi réttindi. Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:

 • Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
 • Að koma til EES með EES – flugrekanda.
 • Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss neðst á síðunni. 

Að gerast sjálfboðaliði

Ef þú samþykktir að verða eftir, þá er það þitt og flugfélagsins að ná samkomulagi um bætur. Það er algengt að flugfélag auglýsi eftir sjálfboðaliðum og tiltekur hvaða bætur eru í boði, sem getur t.d. verið peningagreiðslur eða úttektarmiðar.

Einnig áttu rétt á öðru flugi eða endurgreiðslu eins og sjá má hér neðar.

Farþegi skilinn eftir óviljugur

Ef þér er neitað um far án þíns samþykkis, þá átt þú rétt á skaðabótum, svo framarlega að þú hafir innritað þig tímanlega.

Bæturnar miðast við lengd flugsins og brottfarar- og komutíma nýju fluganna sem þér er boðið:

 • Fyrir stutt flug, styttra en 1500 km.

  Ef seinkunin er minni en tvær klst., þá eru bætur 125 evrur. 
  Ef seinkunin er lengri en tvær klst., þá eru bætur 250 evrur.

 • Fyrir millilöng flug, meira en 1500 og minna en 3500 km., innan EES. 
  Ef seinkunin er minni en þrjár klst., þá eru bætur 200 evrur. 
  Ef seinkunin er lengri en þrjár klst., þá eru bætur 400 evrur.
 • Fyrir löng flug, lengri en 3500 km.
  Ef seinkunin er minni en tvær klst., þá eru bætur 300 evrur. 
  Ef seinkunin er lengri en tvær klst., þá eru bætur 600 evrur.

Önnur réttindi við neitun á fari

Það skiptir ekki máli hvort þú varst sjálfboðaliði eða neyddur til að verða eftir, þá verður flugfélagið að bjóða þér tvo valkosti:

1.      Velja annað flug
Flugfélagið verður að bjóða þér annað flug, það er svo þitt val hvort þú velur að fljúga við fyrsta tækifæri eða seinna meir, þegar þér hentar.

2.      Fá farmiðann endurgreiddan
Ef þú vilt hætta við ferðina
, þá getur þú fengið farmiðann endurgreiddan. Þú færð þá hluta farmiðans sem þú hefur ekki notað einnig endurgreiddan.
T.d. Ef þú ert með farmiða fram og til baka og kemst ekki í fyrri ferðina, þá færðu báða miðana endurgreidda.

Nánar um hvernig sótt er um skaðabætur

EES-ríki og Sviss

EES-ríki og Sviss 
 Austurríki Lúxemborg
 Belgía  Malta
 
 Portúgal
 Búlgaría  Pólland
 Danmörk  Rúmenía
 Eistland  Slóvakía
 Finnland  Slóvenía
 Frakkland  Spánn
 Grikkland  Svíþjóð
 Holland  Tékkland
 Írland  Ungverjaland
 Ítalía  Þýskaland
 Kýpur  EES/EFTA ríki
 Lettland  Ísland
 Litháen  Lichtenstein
 Króatía  Noregur


Var efnið hjálplegt? Nei