Réttindi við seinkun flugs
Seinkun á styttra flugi
Réttindi þín þegar stuttu flugi (innan við 1500 km) seinkar, á við flug innanlands og til Grænlands, Færeyja og Glasgow.
Eiga reglur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) við um þitt flug?
Flugfarþegar hafa mikil réttindi í flugi til og frá EES og Sviss. Þær upplýsingar sem hér er að finna eiga eingöngu við um flug sem falla undir þessi réttindi. Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:
- Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
- Að koma til EES með EES – flugrekanda.
- Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss.
Þú átt alltaf rétt á þjónustu
Svo framarlega að flug þitt falli undir EES reglur þá átt þú alltaf rétt á þjónustu hjá flugfélaginu sem þú átt far með. Yfirleitt þá á þetta við um mat, drykk og aðstöðu til samskipta (oftast er um endurgreiðslu á símareikningum að ræða).
Þú gætir líka átt rétt á skaðabótum
Í sumum tilfella þá gætir þú átt rétt á föstum skaðabótum, miðaðar við lengd flugs. Þessi tilfelli miðast við ástæður seinkana – ef seinkunin var ekki á ábyrgð félagsins skaltu ekki búast við bótum.
- Ef seinkunin er styttri en 3 klst. þá áttu ekki rétt á bótum.
- Ef seinkunin er lengri en 3 klst. þá er hægt að sækja um 250 evrur í bætur.
- Seinkun miðast við lokunar- og opnunartíma dyra flugvélar.
Reglan um endurgreiðslu eftir 5 klst. seinkun
Þegar seinkun á flugi þínu er orðin 5 klst. eða meira, þá áttu rétt á endurgreiðslu farmiðans ef þú vilt ekki nota ferðina.
Þú munt einnig fá endurgreiðslu vegna ónotaðra hluta bókunar þinnar, (t.d. heimferðina), og flug til baka til upphafsflugvallar ef þú hefur þegar lokið hluta ferðar þinnar.
Skaðabætur fyrir ungabörn
Það er túlkun Samgöngustofu að allir farþegar eigi rétt á fullum bótum þ.m.t. ungabörn.
Seinkun á meðallöngu flugi
Réttindi þín þegar meðallöngu flugi (1500 til 3500 km) seinkar. Dæmi um flug milli 1.500 km og 3.500 km: Flug frá REK/KEF til Osló, Stokkhólms, Helsinki, Kaupmannahöfn, Hamborg, Frankfurt, Amsterdam, Luxembourg, London og Halifax.
Eiga reglur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) við um þitt flug?
Flugfarþegar hafa mikil réttindi í flugi til og frá EES og Sviss. Þær upplýsingar sem hér er að finna eiga eingöngu við um flug sem falla undir þessi réttindi. Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:
- Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
- Að koma til EES með EES – flugrekanda.
- Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss neðst á síðu.
Þú átt alltaf rétt á þjónustu
Svo framarlega að flug þitt falli undir EES reglur þá átt þú alltaf rétt á þjónustu hjá flugfélaginu sem þú átt far með. Yfirleitt þá á þetta við um, mat, drykk og aðstöðu til samskipta (oftast er um endurgreiðslu á símareikningum að ræða).
Þú gætir líka átt rétt á skaðabótum
Í sumum tilfella þá gætir þú átt rétt á föstum skaðabótum, miðaðar við lengd flugs. Þessi tilfelli miðast við ástæður seinkananna – ef seinkunin var ekki á ábyrgð félagsins skaltu ekki búast við bótum.
- Ef seinkunin er styttri en 3 klst. þá áttu ekki rétt á bótum.
- Ef seinkunin er lengri en 3 klst. þá er hægt að sækja um 400 evrur í bætur.
- Seinkun miðast við lokunar og opnunartíma dyra flugvélar.
Reglan um endurgreiðslu eftir fimm klst. seinkun
Þegar seinkun á flugi þínu er orðin fimm klst. eða meira, þá áttu rétt á endurgreiðslu farmiðans ef þú vilt ekki nota ferðina.
Þú munt einnig fá endurgreiðslu vegna ónotaðra hluta bókunar þinnar, (t.d. heimferðina), og flug til baka til upphafsflugvallar ef þú hefur þegar lokið hluta ferðar þinnar.
Skaðabætur fyrir ungabörn
Það er túlkun Samgöngustofu að allir farþegar eigi rétt á fullum bótum þ.m.t. ungabörn.
Seinkun á löngu flugi
Réttindi þín þegar löngu flugi (yfir 3500 km) seinkar. Dæmi um flug yfir 3.500 km: Frá REK/KEF til Baltimore, Minneapolis, New York, Boston, Orlando og San Francisco.
Eiga reglur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) við um þitt flug?
Flugfarþegar hafa mikil réttindi í flugi til og frá EES og Sviss. Þær upplýsingar sem hér er að finna eiga eingöngu við um flug sem falla undir þessi réttindi. Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:
- Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
- Að koma til EES með EES – flugrekanda.
- Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss neðst á síðu.
Þú átt alltaf rétt á þjónustu
Svo framarlega að flug þitt falli undir EES reglur, þá átt þú alltaf rétt á þjónustu hjá flugfélaginu sem þú átt far með. Yfirleitt þá á þetta við um, mat, drykk og aðstöðu til samskipta (oftast er um endurgreiðslu á símareikningum að ræða).
Þú gætir líka átt rétt á skaðabótum
Í sumum tilfella þá gætir þú átt rétt á föstum skaðabótum, miðaðar við lengd flugs.
Þessi tilfelli miðast við ástæður seinkananna – ef seinkunin var ekki á ábyrgð félagsins skaltu ekki búast við bótum.
- Ef seinkunin er styttri en 3 klst. þá áttu ekki rétt á bótum.
- Ef seinkunin er 3 til 4 klst. þá er hægt að sækja um 300 evrur í bætur.
- Ef seinkunin er lengri en 4 klst. þá er hægt að sækja um 600 evrur í bætur.
- Seinkun miðast við lokunar- og opnunartíma dyra flugvélar.
Reglan um endurgreiðslu eftir 5 klst. seinkun
Þegar seinkun á flugi þínu er orðin 5 klst. eða meira, þá áttu rétt á endurgreiðslu farmiðans ef þú vilt ekki nota ferðina.
Þú munt einnig fá endurgreiðslu vegna ónotaðra hluta bókunar þinnar, (t.d. heimferðina), og flug til baka til upphafsflugvallar ef þú hefur þegar lokið hluta ferðar þinnar.
Skaðabætur fyrir ungabörn
Það er túlkun Samgöngustofu að allir farþegar eigi rétt á fullum bótum þ.m.t. ungabörn.
EES- ríki og Sviss
EES/ESB ríki | Króatía |
Austurríki | Malta |
Belgía | Portúgal |
|
Pólland |
Búlgaría | Rúmenía |
Danmörk | Slóvakía |
Eistland | Slóvenía |
Finnland | Spánn |
Frakkland | Svíþjóð |
Grikkland | Tékkland |
Holland | Ungverjaland |
Írland | Þýskaland |
Ítalía |
|
Kýpur | EES/EFTA ríki |
Lettland | Ísland |
Litháen | Lichtenstein |
Lúxemborg | Noregur |
Sviss