Tapað tengiflug
Tengiflug og pakkaferðir
Það skiptir máli hvort ferð með tengiflugi er bókuð í einni bókun eða hvort flugin séu bókuð sitt í hvoru lagi
Ef ferðin þín samanstendur af fleiri en einu flugi og þú hefur bókað farið alla leið með einum miða, þá getur flugfélagið þitt þurft að veita þér þjónustu ef þú missir af tengiflugi.
Hins vegar ef þú hefur bókað flugið sitt í hvoru lagi þá ber flugfélagið enga ábyrgð á tengifluginu, né öðrum ráðstöfunum sem þú gætir hafa gert s.s. hótelgistingu og bílaleigubíl.
Pakkaferðir
Reglugerð um réttindi flugfarþega tekur einungis á flugtengdum atriðum. Hún tekur ekki á afleiddu tjóni s.s. hótelgistingu, bílaleigubílum og öðru sem neytandi hefur greitt fyrirfram. Pakkaferðir falla undir lög og reglugerð um alferðir og Neytendastofa sér um að framfylgja þeim, sjá nánar.
Úrskurðarnefnd ferðamála tekur á deilumálum sem geta komið upp vegna alferða, sjá nánar.