Truflun á flugi

Hvernig á að takast á við truflun á flugi!

Uppgötvaðu hvað er hægt að gera ef fluginu þínu seinkar, er aflýst eða þér er neitað um far.

Það er hagur flugfélaga að komast hjá töfum og öðrum truflunum en það tekst ekki alltaf og því verða farþegar fyrir truflunum á ferð sinni.

Ef að flug sem þú átt bókað far með seinkar eða er aflýst, þá eru nokkrar leiðir til að gera truflunina bærilegri. Þú ættir að nota tímann til að kynna þér hver réttur þinn er, til að tryggja að flugfélagið bjóði þá þjónustu sem því ber.

Málsmeðferð: Þegar Samgöngustofa fær kvörtun þá er hún metin og ef talið að um brot á EB reglugerð 261/2004 sé að ræða á er hún send viðkomandi flugrekanda til umsagnar.  Þegar svar  berst þá er hún send kvartanda til umsagnar.  Að því ferli loknu þá er tekin ákvörðun í málinu.   Samgöngustofa hefur það markmið að meðferð mála taki ekki lengri tíma en 3. mánuði.

Fyrningafrestur fyrir kvartanir miðast við tvö ár frá dagsetningu flugs.

Sjá leiðbeiningar ESB um reglugerð 261/2004

Sjá dómasafn Evrópudómstólsins vegna ESB reglugerðar 261/2004.

Hægt er að senda fyrirspurnir til Samgöngustofu á netfangið neytendur@samgongustofa.is 

Yfirlit yfir eftirlitsstofnanir innan ESB sem fara með eftirlit með framkvæmd laga er tengjast farþegavernd Eftirlitsstofnanir innan EES ríkjanna

Eiga reglur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) við um þitt flug?

Flugfarþegar hafa mikil réttindi í flugi til og frá EES og Sviss. Þær upplýsingar sem hér er að finna eiga eingöngu við um flug sem falla undir þessi réttindi. Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:

  • Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
  • Að koma til EES með EES – flugrekanda.
  • Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss neðst á síðunni. 

Fá nánari upplýsingar hjá flugfélaginu

Ef fluginu þín hefur seinkað eða því verið aflýst, þá skaltu reyna að komast að því hvort flugfélagið geti komið þér á áfangastað. Þú getur spurt þjónustuaðila félagsins, farið á heimasíðu þess eða hringt í félagið. 

Ákveða hvort þú viljir halda áfram

Ef seinkun á flugi þínu er orðin 5 klst. eða meira og þú vilt hætta við ferðina þá áttu rétt á endurgreiðslu farmiðans. Þegar þú hefur tekið ákvörðun um að hætta við ferð þína og fá endurgreitt eða fljúga seinna meir (ekki með fyrsta mögulega flugi) þá ber flugfélaginu ekki skylda til að bjóða þér, mat, drykk og húsnæði eftir aðstæðum. Ef þú hefur keypt pakkaferð og hættir við að fljúga þá er möguleiki á að pakkaferðin glatist.

Flugfélaginu ber að koma þér á áfangastað

Ef þú ákveður að þú viljir halda áfram þá verður flugfélagið að koma þér á áfangastað. Það getur tekið tíma að endurskipuleggja ferðina og bóka nýtt flug en félaginu ber skylda til að koma þér á áfangastað.

Það getur komið fyrir að flugfélagið bjóði þér upp á „aðrar“ leiðir til að komast á áfangastað og að það borgi kostnaðinn seinna. Ef þú gerir þetta, þá þarf að halda kostnaði í lágmarki, geyma allar kvittanir og taka niður nafn starfsmannsins sem ráðleggur þessa leið. 

Tryggðu að þú fáir þjónustu á meðan beðið er

Þegar flug þitt hefur seinkað um meira en 2 klst. eða meira þá er flugfélagið skylt til að veita þér vissa þjónustu s.s. mat, drykk, samskiptamöguleika s.s. síma eða tölvu og gistingu ef bið er næturlöng.

Ef þú getur, þá er yfirleitt best að fara heim ef um verulega seinkun er að ræða. Flugfélagið á að greiða sanngjarnan ferðakostnað. Muna að geyma allar kvittanir vegna kostnaðar.

Þú átt mögulega rétt á skaðabótum ef seinkunin er 3 klst. eða meira, þannig að best er að geyma öll þau sönnunargögn sem þú getur, s.s. farmiða og brottfararspjald.

Ef þú heldur að þú eigir rétt á endurgreiðslu kostnaðar hjá flugfélaginu, þá þarf að fá kvittanir fyrir öllu sem borgað er fyrir ekki bara posamiða. Ef starfsmaður flugfélagsins segir þér að gera þínar eigin ráðstafanir þá skaltu taka niður nafn viðkomandi og hvar og hvenær það gerðist. Einnig er gott að fara fram á að starfsmaðurinn skrái þetta á bókunina þína.

Réttindi flugfarþega

Ef þú ert að bíða eftir flugi þá er gott að kynna sér réttindi sín.

EES-ríki og Sviss

EES/ESB ríki  Króatía
 Austurríki  Malta
 Belgía  Portúgal
   Pólland
 Búlgaría  Rúmenía
 Danmörk  Slóvakía
 Eistland  Slóvenía
 Finnland  Spánn
 Frakkland  Svíþjóð
 Grikkland  Tékkland
 Holland  Ungverjaland
 Írland  Þýskaland
 Ítalía
 Kýpur  EES/EFTA ríki
 Lettland  Ísland
 Litháen  Lichtenstein
 Lúxemborg  Noregur


Var efnið hjálplegt? Nei