Áttu rétt á bótum?
Samkvæmt EES reglum þá verða flugfélög að greiða farþegum skaðabætur þegar flugi þeirra er aflýst eða því seinkar eða farþega er neitað um far. Þau réttindi eiga þó ekki við í öllum tilfellum t.d. ef um óviðráðanlegar aðstæður er að ræða.
Líta þarf til tveggja lykilatriða:
- Hversu miklum óþægindum þú varðst fyrir
Til dæmis, ef um minniháttar seinkun er að ræða þá áttu líklega ekki rétt á bótum.
- Ástæða seinkunar
Ef seinkunin var vegna ytri aðstæðna sem flugfélagið hafði enga stjórn á, þá gæti bótaréttur fallið niður.
Óviðráðanlegar aðstæður
Í EES reglunum er vísað í „óviðráðanlegar aðstæður“ þegar ytri aðstæður sem flugfélög hafa ekki stjórn á valda seinkun eða aflýsingu flugs.
Ef um óviðráðanlegar aðstæður er að ræða, þá áttu ekki rétt á skaðabótum
Hvenær eiga óviðráðanlegar aðstæður við?
Það getur verið flókið að ákveða hvort óviðráðanlegar aðstæður voru ástæður fyrir truflun á flugi. Flugfélögin eiga að segja þér hvers vegna flugi var seinkað en það þarf ekki endilega að skýra aðstæður. Ef þú ert að reyna að finna út hvort um óviðráðanlegar aðstæður er að ræða þá er gott að líta til eftirfarandi spurninga:
- Var þetta flugfélaginu að kenna?
T.d. ef skortur var á starfsfólki þá gætir þú átt rétt á bótum. En ef flugvöllurinn á áfangastað var lokaður, þá áttu ekki rétt á bótum. - Var truflunin fyrirsjáanleg?
T.d. ef um vélabilun var að ræða, þá áttu líklega rétt á bótum svo framarlega sem bilunin kom fram fyrir flug en ekki í fluginu sjálfu. - Kom þetta líka fyrir hjá öðrum flugfélögum?
Í flestum þannig tilfellum er um óviðráðanlegar aðstæður að ræða.
EES-ríki og Sviss
EES-ríki og Sviss | |
Austurríki | Lúxemborg |
Belgía | Malta |
Portúgal | |
Búlgaría | Pólland |
Danmörk | Rúmenía |
Eistland | Slóvakía |
Finnland | Slóvenía |
Frakkland | Spánn |
Grikkland | Svíþjóð |
Holland | Tékkland |
Írland | Ungverjaland |
Ítalía | Þýskaland |
Kýpur | EES/EFTA ríki |
Lettland | Ísland |
Litháen | Lichtenstein |
Króatía | Noregur |