Hvernig á að kvarta?

Ef þú hefur kannað réttindi þín og ert viss um að þú eigir rétt á greiðslu frá flugfélaginu sem þú varst að ferðast með vegna vandkvæða í flugi, þá er mikilvægt að leggja fram greinargóða kvörtun.

  • Flugfélagið mun nota þær upplýsingar sem þú leggur fram til að meta hvort um lögmæta kvörtun er að ræða. Það hjálpar að hafa gögnin eins ítarleg og mögulegt er.
  • Ef eitthvað misferst við afgreiðslu kvörtunar þinnar þá er gagnlegt að skrá öll samskipti vegna hennar. Taktu afrit af öllum gögnum sem þú sendir.

Notaðu þjónustudeildir flugfélags

Mörg flugfélög hafa föst vinnuferli við afgreiðslu kvartana, ef það er svo í þínu tilfelli þá er best að nota það kerfi sem í boði er. Þú gætir þurft að senda kvörtun á sérstakt netfang eða heimilsfang eða fylla út eyðublað. Leitaðu á heimasíðu flugfélags eftir leiðbeiningum eða hringdu til að komast að því, hvað þú átt að gera.

Ef ekkert eyðublað er í boði getur verið fljótlegast að senda tölvupóst eða almennt bréf.

Skilmerkileg kröfugerð

Þegar þú hefur fyrst samband við þá, skiptir máli að setja fram greinargóða og skilmerkilega kröfu. Útskýra hvað gerðist, hvenær og hvers vegna þú telur þig hafa rétt á bótum eða endurgreiðslu kostnaðar. Telja fram allt sem þú telur þig eiga rétt á.

Viðeigandi upplýsingar

Látið flugfélagið fá eins ítarlegar upplýsingar og hægt er:

  • Samskiptaupplýsingar: nafn, heimilsfang, netfang og símanúmer.
  • Fullar upplýsingar um alla farþega, nöfn og heimilsföng.
  • Bókunarupplýsingar og dagsetningar.
  • Flugnúmer og brottfarar- og komuflugvellir.
  • Nákvæmar upplýsingar um hvar atburðurinn átti sér stað.
  • Upplýsingar um lengd tafar.
  • Nöfn starfsmanna sem samskipti voru höfð við.

Einnig á að senda öll tiltæk skjöl sem til eru sem styðja kröfuna þ.m.t

  • Afrit af öllum kvittunum, ef þú er að sækja endurgreiðslu kostnaðar.
  • Afrit af öllum farmiðum, brottfararspjöldum og staðfestingar á bókunum.


Var efnið hjálplegt? Nei