Sótt um skaðabætur

Ef þú telur þig eiga rétt á endurgreiðslu eða skaðabótum vegna seinkunar, aflýsingar eða annarra truflana á flugi þínu. Þegar flugið þitt verður fyrir truflun, þá þarf flugfélagið að hugsa um þig og koma þér á áfangastað. En þegar truflunin er afstaðin, þá gætir þú þurft að sækja um endurgreiðslu kostnaðar eða bætur. Á þessari síðu er útskýrt hvernig best er að gera það.

Eiga reglur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) við um þitt flug?

Flugfarþegar hafa mikil réttindi í flugi til og frá EES og Sviss. Þær upplýsingar sem hér er að finna eiga eingöngu við um flug sem falla undir þessi réttindi. Til að réttindin séu í gildi þarf flug þitt að vera annað hvort:

  • Að fara frá EES, á við um öll flugfélög.
  • Að koma til EES með EES – flugrekanda.
  • Sjá lista yfir lönd innan EES og Sviss neðst á síðu. 

Áttu rétt á bótum/endurgreiðslu?

Ef flug þitt fellur undir EES reglur, þá eru tvennskonar aðstæður þar sem þú átt rétt á greiðslu frá flugfélagi þínu:

  • Endurgreiðsla vegna þjónustu og hjálpar. Ef þú hefur greitt fyrir mat, drykk og gistingu sem flugfélagið þitt hefði átt að bjóða, þá getur þú farið fram á endurgreiðslu kostnaðar.
  • Skaðabætur vegna truflana á flugi. Ef um verulega seinkun hefur verið um að ræða og hún flokkast ekki undir óviðráðanlegar aðstæður, þá er í reglunum ákveðnar upphæðir sem þú ættir að fá.

Til að ákveða hvort þú eigir rétt á bótum eða endurgreiðslu þá þarft þú að kynna þér réttindi þín vandlega.

Réttindi flugfarþega

Kannaðu kringumstæður

Sérstaklega þar sem reglurnar skilgreina vel skaðabætur. Ef truflunin varð vegna óviðráðanlegra aðstæðna, sem flugfélagið réð ekki við, þá áttu rekki rétt á skaðabótum ef flugfélagið gerði allt sem það gat til að koma í veg fyrir truflunina.

Til að þú eyðir ekki tíma þínum til einskis, skaltu kynna þér rækilega réttindi þín áður en þú hefur samband við flugfélagið þitt.

Hafðu samband beint við flugfélagið

Ef þú heldur að þú hafir rétt á bótum eða endurgreiðslu, þá skaltu hafa samband við flugfélagið þitt beint. Flest flugfélög hafa ferla fyrir móttöku kvartana sem hjálpa þér við að bera fram kvörtun. Þá eru stundum til eyðublöð, í þeim tilfellum borgar sig að nota þau til að tryggja að flugfélagið fái allar þær upplýsingar sem það vill fá við úrvinnslu kvörtunar þinnar.  Leiðbeiningar og/eða eyðublöð er yfirleitt að finna á heimasíðu flugfélags.

Líklegt er að flugfélagið þitt þurfi ítarlegar upplýsingar við úrvinnslu kvörtunar þinnar.

Nánar um hvernig sótt er um skaðabætur

Beðið eftir niðurstöðu

Bið eftir svari flugfélags getur verið nokkuð löng. Ef um mikla truflun hefur verið að ræða þá getur flugfélagið þurft að svara mörgum erindum og í bið á svari lengist í samræmi við það. Flugrekandi hefur allt að 8 vikum til að svara erindi áður en því er vísað til yfirvalda.

Samt sem áður þá átt þú að fá svar. Ef flugfélagið samþykkir kröfu þína, þá er líklegt að það hafi samband og fái upplýsingar til að geta gengið frá greiðslu. Ef það hafnar kröfunni þá á það að útskýra hvers vegna. Ef þú er ekki sátt/ur með svarið, þá er möguleiki að leita til yfirvalda.


Var efnið hjálplegt? Nei