Upplýsingasíða vegna COVID-19

Hér má nálgast helstu upplýsingar er varðar samgöngur og COVID-19 faraldurinn.

Hægt er að senda fyrirspurnir á: neytendur@samgongustofa.is.

Evrópusambandið hefur uppfært spurt og svarað upplýsingasíðu sína þar sem fjallað er um áhrif faraldursins á réttindi flugfarþega

Réttindi flugfarþega vegna COVID-19 faraldursins

Vegna fyrirspurna varðandi réttindi flugfarþega í tengslum við COVID-19 faraldurinn er rétt að taka eftirfarandi fram:

  • Við aflýsingu flugs þá ber flugrekanda að bjóða farþega val um að fá nýtt flug eða endurgreiðslu farmiða.
    Flugrekandi má bjóða gjafabréf sem endurgreiðslu en það er alltaf val farþegans hvort hann samþykkir gjafabréfið eða ekki.

  • Í þeim tilfellum þar sem farþegi hefur keypt farmiða sinn í gegn bókunarsíðu á vefnum þá á EB reglugerð 261/2004 ekki við þegar kemur að endurgreiðslu vegna aflýsingar á flugi, sjá spurt og svarað skjal ESB frá í júlí.

  • Ef farþegi hættir við flug á eigin forsendum þá myndast ekki bótaréttur og ekki réttur á endurgreiðslu farmiða fyrir utan skatta og gjöld.

  • Ef flugrekandi hættir að fljúga til svæðis/lands þar sem lýst hefur verið yfir hættuástandi, þá er fluginu aflýst og á farþegi rétt á fullri endurgreiðslu farmiða, sbr. reglugerð EB 261/2004 og sbr. rg. 1048/2012, en ekki skaðabótum.


Farþegum er ráðlagt að athuga hvort ferðatrygging þeirra bæti ekki tjón í þessum tilvikum.

Reglugerð 1048/2012 Upplýsingasíða Samgöngustofu um réttindi flugfarþega

Ef spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurn á: neytendur@samgongustofa.is


Leiðbeiningar Flugöryggisstofnunnar Evrópu vegna COVID-19 faraldursins

Ertu á leiðinni í flug og veltir fyrir þér mögulegri áhættu vegna Kórónaveirunnar? Hér eru leiðbeiningar sem Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið út:

KoronaEmbætti landlæknis hefur einnig gefið út ítarlegar leiðbeiningar á sérstakri upplýsingasíðu um faraldurinn. Leiðbeiningarnar hafa einnig verið gefnar út á ýmsum tungumálum.
Var efnið hjálplegt? Nei