Fjarstýrð loftför (drónar)

Fjarstýrð loftför (drónar)

Helstu reglur sem eru í gildi um notkun dróna


  •  Óheimilt er að fljúga dróna hærra en í 130 metra hæð án sérstaks leyfis frá Samgöngustofu. Hér má sækja um leyfi. Grunngjald fyrir útgáfu heimildar til drónaflugs byggir á lið 14.1. í gjaldskrá Samgöngustofu
  •  Óheimilt er að fljúga drónum innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkum flugvallar án leyfis frá rekstraraðila flugvallarins. Þó þarf ekki sérstakt leyfi ef aðeins er flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni flugferils drónans.

Gildandi takmörk um fjarlægð frá áætlunarflugvöllum er 2 km.
Gildandi takmörk um fjarlægð frá öðrum flugvöllum er 1,5 km.

Hér má finna kort sem sýna svæðamörk Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar .
Listi yfir áætlunarflugvelli á Íslandi.

  •  Alltaf þarf leyfi frá rekstaraðila flugvallar ef fljúga á innan svæðamarka flugvallarins.
  •  Stjórnendur dróna eru ábyrgir fyrir notkun þeirra og því tjóni sem þeir kunna að valda. 

Að fljúga dróna - ábendingar og tilmæli

Hér eru nánari upplýsingar í gögnum:

Ákvörðun Samgöngustofu um flug fjarstýrðra loftfara (dróna) að því er varðar hámarkshæðir og flug í nágrenni flugvalla.

AIC A 005/2017 - Upplýsingabréf flugmála um viðbótarreglur um starfrækslu ómannaðra loftfara/dróna - í útgáfuferli .

AIC A 001/2014 - Upplýsingabréf flugmála um starfrækslu ómannaðra loftfara.

Frumgerðir (e. prototype) reglna EASA um dróna , ásamt skýringum.

Samgöngustofa hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegri umræðu um gerð reglna um dróna og fylgist vel með þeirri stefnumótun sem fer fram víðsvegar í heiminum. Drög að reglugerð um dróna , sem Samgöngustofa undirbjó, hefur verið birt hjá innanríkisráðuneytinu , sem óskað hefur eftir umsögnum um hana.