Nýjar reglur um dróna

Á fyrri hluta næsta árs ganga í gildi nýjar reglur um flug dróna á Íslandi. 

Um áramótin tóku nýjar reglur Evrópusambandsins um flug ómannaðra loftfara (dróna) gildi innan aðildarlandanna sambandsins. Gildistöku reglnanna seinkar hér á landi vegna eðlis og úrvinnslu EES samningsins um upptöku laga og reglna frá Evrópusambandinu. Stefnt er að reglurnar taki gildi um mitt ár 2021.

Þangað til nýjar reglur taka gildi gildir áfram reglugerð 990/2017 um flug fjarstýrðra loftfara.

Á næstu dögum og vikum verður birt fræðsluefni og spurningar og svör um flug dróna í samræmi við nýju reglurnar. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með þessu.

Fræðsluefni

Þann 9. desember 2020 var bein útsending frá EASA Flugöryggissstofnun Evrópu um þessar nýju reglur sem eiga við um tómstundaflugmenn og þann  10. desember 2020 var önnur bein útsending, til kynningar fyrir þá sem fljúga drónum í atvinnuskyni.

Allt áhugafólk um flug dróna á Íslandi er hvatt til þess að kynna sér væntanlegar reglur m.a. á  upptökunum sem nálgast má hér að ofan.

Upplýsingar um nýju reglurnar á vef EASA


Var efnið hjálplegt? Nei