Skráning dróna í atvinnuskyni
- Eingöngu þarf að skrá fjarstýrð loftför/dróna sem eru notuð í atvinnuskyni.
- Drónar sem notaðir eru í tómstundaskyni eru ekki skráningarskyldir.
Hægt er að skrá drónann rafrænt hér
Skráning dróna tekur stutta stund og kostar ekki neitt.
Þegar skráning dróna er send, fær viðkomandi staðfestingarnúmer um að skráningin hafi farið fram. Þetta númer er einnig skráningarnúmer drónans og engar aðrar upplýsingar eru nauðsynlegar.
Úr 14. grein reglugerðar um fjarstýrð loftför:Umráðendur fjarstýrðra loftfara með hámarksþyngd allt að 25 kg og sem ekki er flogið í tómstundaskyni skulu senda Samgöngustofu eftirfarandi upplýsingar áður en notkun þeirra hefst í fyrsta skipti:
- Upplýsingar um umráðanda.
- Upplýsingar um loftfarið.
- Upplýsingar um fyrirhugaða notkun.
- Upplýsingar um hvort fyrirhugað er að fljúga í þéttbýli.
Breytingar á notkun skulu tilkynntar Samgöngustofu áður en þær koma til framkvæmda. Sjá reglugerð.