Umsókn um undanþágu frá reglugerð
Hægt er að sækja um undanþágu til Samgöngustofu frá ákvæðum reglugerðar nr. 990/2017 ef fjarstýrt loftfar er ekki notað í tómstundaskyni og að því gefnu að öryggi sé ekki stefnt í hættu.
Sækja um undanþágu frá reglugerð
Til þess að hægt sé að taka beiðni um undanþágu til afgreiðslu þarf að uppfylla nokkur skilyrði.
Grunngjald vegna vinnslu umsóknar um undanþágu er kr. 41.100-
Í 18. gr. reglugerðar um fjarstýrð loftför kemur fram að með umsókn þarf að leggja fram:
-Öryggismat
-Rekstrarhandbók
-Staðfestingu á tryggingum
-Lýsingu á tækjum og búnaði
-Kort af svæðinu sem fljúga á yfir
-Lýsing á verkefni
-Upplýsingar um stjórnanda drónans