Upplýsingaefni um notkun dróna

Samgöngustofa hefur gefið út upplýsingaefni um notkun dróna. Upplýsingaefnið sýnir á einfaldan hátt nokkur grunnatriði sem þarf að hafa í huga þegar flug er undirbúið og á meðan á því stendur. 

Upplýsingar um flug dróna í íslenskri náttúru og vernduðum svæðum má finna á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Upplýsingar um flug dróna í þjóðgörðum má finna á eftirfarandi vefsíðum:
Vatnajökulsþjóðgarður
Þingvellir
Snæfellsjökulsþjóðgarður

Myndband um nokkur grundvallaratriði drónaflugs

Íslensk útgáfa: 

English version (Ensk útgáfa): 

 

Reglugerð nr. 990/2017 um fjarstýrð loftför

  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett fram reglugerð nr. 990/2017 um starfrækslu fjarstýrðra loftfara. Þar eru settar reglur um starfrækslu fjarstýrðra loftfara með það að markmiði að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna. Reglugerðin tók gildi 15. desember 2017 og gildir um flug fjarstýrðra loftfara á Íslandi og innan íslenskrar lofthelgi. Undanþegin eru loftför sem vega minna en 250 g.

Helstu atriði

  • Auðkenna þarf dróna með nafni, heimilisfangi og símanúmeri.
  • Skrá þarf dróna í atvinnuskyni, þ.m.t. rannsókna. Skráning dróna fer fram rafrænt hér.
  • Óheimilt er að fljúga dróna hærra en í 120 metra hæð án sérstaks leyfis frá Samgöngustofu. Aðeins er hægt að sækja um leyfi fyrir flug í atvinnuskyni. Hér má sækja um leyfi.
  • Grunngjald fyrir útgáfu heimildar til drónaflugs byggir á lið 14.1. í gjaldskrá Samgöngustofu.
  • Óheimilt er að fljúga drónum innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkum flugvallar án leyfis frá rekstraraðila flugvallarins. Þó þarf ekki sérstakt leyfi ef aðeins er flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni flugferils drónans.
  • Tryggja skal að notkun dróna valdi ekki óþarfa ónæði, skaði fólk eða dýr né valdi tjóni á eignum. Í þessu skyni skal áður en flug er framkvæmt, skilgreina starfrækslusvæði þannig að tryggð sé nægjanleg fjarlægð frá fólki, dýrum, mannvirkjum og eignum.
  • Heimildir til flugs í grennd við íbúðarhúsnæði eða annars staðar þar sem fólk dvelst og á athafnasvæðum gilda almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuverndar.

Nálægðartakmarkanir, 2 km, eru við alþjóðaflugvelli en 1,5 km við aðra áætlunarflugvelli. Alþjóðaflugvellir á Íslandi (2 km) eru Keflavíkurflugvöllur, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur.

Svæðamörk flugvalla á Íslandi
Hér má finna kort sem sýna svæðamörk Reykjavíkurflugvallar.
Listi yfir áætlunarflugvelli á Íslandi.

Veggspjald um atvinnuflug

Veggspjald með reglum um dróna - AtvinnuflugReglur um dróna, atvinnuflug


Veggspjald um tómstundaflug

Veggspjald með reglum um dróna - tómstundaflug

Reglur um dróna - veggspjald

Í 11. grein reglugerðar 990/2017 eru tilgreind almenn skilyrði fyrir notkun dróna:
-Mega vera allt að 25 kg.
-Ekki skapa óþarfa ónæði eða hættu.
-Ekki skaða fólk eða dýr né valda tjóni.
-Ekki vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna við stjórn drónans.
-Hafa þekkingu á tækinu.

 

Aftur á forsíðu dróna


Var efnið hjálplegt? Nei