Flugatvik

Flugatvik er hvers konar atburður sem mögulega getur haft áhrif á flugöryggi og ef atburðurinn er ekki greindur og ef nauðsynlegt er, leiðréttur, þá getur hann leitt til alvarlegs flugatviks eða slyss.

Atvik, sem gætu stofnað flugöryggi í umtalsverða áhættu og sem falla undir eftirfarandi flokka, skulu tilkynnt með því að nota kerfi fyrir skyldubundnar tilkynningar flugatvika:

  • Atvik sem tengjast starfrækslu loftfarsins.
  • Atvik sem tengjast tæknilegum skilyrðum, viðhaldi og viðgerðum á loftförum.
  • Atvik sem tengjast flugleiðsöguþjónustu og flugvirkjum.
  • Atvik sem tengjast flugvöllum og þjónustu á jörðu niðri.

Nánari upplýsingar um flugatvik og tilkynningar þeirra má finna á þessari síðu hér.


Var efnið hjálplegt? Nei