Upplýsingar um sérstaka starfrækslu loftfara (SPO)

Hér má finna leiðbeiningarefni, ætlað fyrir sérstaka starfrækslu (SPO).

Gildir um alla sérstaka starfrækslu þar sem loftfar er notað fyrir sérstaka starfsemi eins og landbúnað, byggingastarfsemi, ljósmyndun, landmælingar, athuganir, eftirlit úr lofti, auglýsingaflug, listflug, fallhlífastökk, dráttur á svifflugum, reynsluflug vegna viðhalds ásamt fleiru.

Í viðauka VIII við reglugerð (ESB) nr. 965/2012 (Part-SPO) eru þau ákvæði er eiga við um sérstaka starfrækslu loftfara í ábataskyni, sem og sérstaka starfrækslu flókinna loftfara sem er ekki í ábataskyni. Heimilt er að stunda sérstaka starfrækslu sem er ekki í ábataskyni á einföldum loftförum í samræmi við ákvæði viðauka VII (Part-NCO).

Upplýsingar um kröfur til flugrekenda sem hyggjast stunda sérstaka starfrækslu má finna í Annex III við sömu reglugerð, Part-ORO (ORO.GEN, ORO.DEC, ORO.SPO).

Sérstök starfræksla er ekki leyfisskyld, þ.e.a.s. ekki þarf að fá heimild frá Samgöngustofu til að stunda sérstaka starfrækslu, heldur þarf senda inn yfirlýsingu (FOL-710) sem hægt er að nálgast á vefsíðu Samgöngustofu. Þegar staðfesting á móttöku yfirlýsingarinnar hefur borist er hægt að hefja starfsemina. Undanskilin þessu er áhættusöm sérstök starfræksla (high risk SPO) sem krefst sérstakrar heimildar frá Samgöngustofu.

Aðeins má stunda sérstaka starfrækslu á flugvélum sem falla undir reglugerð (ESB) nr. 216/2008.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um sérstaka starfrækslu á vefsíðu EASA
Specialised operations (SPO) | EASA
FAQ on Air Operations - SPO | EASA


Var efnið hjálplegt? Nei